24.7.2006 | 10:26
Meðvirkni
Þetta orð er íslensk þýðing á orðinu codependence og er notað um hugarástand aðstandenda fíkla. Fíkillinn veður uppi hvort sem um er að ræða áfengisneyslu, spilafíkn eða e-ð annað og fjölskylda og vinir taka þátt eða reyna eftir fremsta megni að horfa framhjá vandanum. Dálítið eins og að þykjast ekki taka eftir fílnum í postulínsbúðinni.
Mér datt þetta í hug þegar ég fór að spá aðeins í þessar árásir Ísraelsmanna á Líbanon. Tölur um fall óbreyttra borgara hækka stöðugt en alþjóðasamfélagið gerir ekkert af viti. Hvers vegna er þetta talin eðlileg hegðun? Er endalaust hægt að réttlæta dráp með því að maður eigi rétt á því að verja sig? Í mínum augum er Ísrael krabbamein á þessu svæði, ríki sem ekki getur lifað í sátt og samlyndi við nágranna sína, kúga þá og þjösnast áfram með fulltingi mesta herveldis heims. Það er alveg ljóst að það bera fleiri ábyrgð á þessu ástandi en bróðurparturinn er samt Ísraelsmanna. Fyrir rúmum fimmtíu árum var komið á laggirnar þessu ríki með e-m óljósum hugmyndum um eilífan eignarrétt að landi. Það væri gaman að sjá viðbrögð Norðmanna við því ef Íslendingar færu að flykkjast til Noregs með kröfur um norskt land forfeðra sinna.
Verst er hins vegar sú meðvirkni að láta eins og Ísrael sé siðmenntuð þjóð. Þeir taka þátt í íþróttamótum í Evrópu og meira að segja Eurovision án þess að það sé með nokkru móti hægt að líta á þá sem Evrópuþjóð. Er ekki komin tími til að útiloka þá frá þátttöku í mótum og setja á þá viðskiptabann? Neyða þá að samningaborðinu og setja þeim úrslitakosti. Ástandið á þessu svæði er ekki óleysanlegt en það verður að færa miklar fórnir og sýna raunverulega vilja til að breyta ástandinu. Hætta að "kóa" og þá getur maður loksins sætt sig við að Halleluja hafi unnið Eurovision.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2006 | 19:28
Danskar myndir
Jæja kominn í sumarfrí og get loksins setið sveittur inni og slegið inn tilgangslausa þankaganga meðan sólin skín. Verð reyndar nóg úti við á næstu vikum. Ég var hins vegar í Grasagarðinum um daginn og sá e-ð sem minnti mig á Zappa, eina af fyrstu myndum Bille August. Af þessum tilefni hef ég sett saman lista yfir uppáhaldsmyndirnar mínar frá Danmörku:
Busters verden: Man eftir að hafa setið á bókasafninu í Digranesskóla og horft á þessa þætti. Það var varla til fyndnari náungi en Buster á þessum tíma þó hann væri mesti lúserinn í skólanum. Veit ekki alveg hvernig hann virkar í dag en ég vona svo sannarlega að dætur mínar missi ekki af því að horfa á Buster í dönskukennslunni.
Zappa: Á aldrinum ca. 12-15 ára var ég með algera uppvaxtaráramyndadellu. Í þann flokk fara myndir eins og Stand by me, Mit liv som hund og Punktur punktur komma strik. Zappa er í þeim hópi og líklega ein af þeim bestu enda leikstýrt af Bille August, sem gerði reyndar líka Busters Verden.
Babettes Gæstebud: Það var á mörkunum að maður nennti að lesa bókina í menntaskóla en ég sá þessa mynd fyrir mjög mörgum árum og fannst hún frábær. Stemmningin er þannig að maður fær vatn í munninn við hvern rétt. Ekki skemmdi fyrir að nokkrir af aðalleikurunum léku líka í e-m af Merkjamyndunum sem gerðu garðinn frægann á uphafsárum Stöðvar 2.
Pelle Eroberen: Ekta skandinavíumynd um örbirgð og erfiðleika. Í svona myndum er alltaf e-r allsber, e-r fullur, e-r vondur og ríkur og annar góður og ríkur, e-r vitlaus og fátækur og svo einn sem stendur uppi sem sigurvegari. Fallegt umhverfi og herragarðar. Þessi er tvímælalaust ein af þeim betri með Max Von Sydow í fantaformi..
Festen: Langbesta Dogma myndin. Ég var búinn að heyra ýmislegt áður en ég sá hana en varð ekki fyrir nokkrum vonbrigðum. Líklega ein best leikna mynd sem ég hef séð og það sem er kannski best er að aðstæðurnar er mjög trúverðugar þó þær geti ekki með nokkru móti talist eðlilegar. Sérstaklega eftirminnilegt þegar kallinn mætir í morgunverðinn daginn eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2006 | 16:29
Alþjóðavæðing
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2006 | 14:04
Nýbylgja
Það er alvarlegt ástand í Líbanon en er ekki pínulítið fyndið að mynd sem birtist í Mogganum af þremur flugvirkjum gæti allt eins verið úr kynningarefni fyrir Músíktilraunir eða gamlar myndir af amerískri nýbylgjusveit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2006 | 13:59
Kolviðarneslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2006 | 14:09
Brunaútsala
Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að juve verði dæmt niður í B-deild og jafnframt dregin af þeim stig en Milan haldi sæti sínu en missi stig og keppnisrétt í Meistaradeildinni. Þetta þýðir einfaldlega að Torínó verður eins og Sala varnarliðseigna þar sem stóru klúbbarnir munu berjast um bestu bitana. Real Madrid er auðvitað í þeim hópi en ég hef samt bara séð þrjú nöfn nefnd. Í fyrsta lagi Cannavaro, sem er mjög gott nema það átti að gerast fyrir tveimur árum þegar honum var því miður hafnað vegna meiðsla og aldurs. Í öðru lagi Zambrotta, sem er frábær leikmaður og ávallt velkominn. Þriðji kosturinn er hins vegar skelfilegur, sjálfur öldungurinn Emerson, sem ég veit stundum ekki hvað á að vera gera inni á fótboltavellinum. Slakur leikur Brassana er honum að miklu leyti að þakka. En Capello hefur á honum tröllatrú og hvað veit ég svo sem!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2006 | 13:17
Loveguru
Datt inn á Sirkus um daginn og þar var útgáfa Loveguru á Villa og Lúllu. Nú vil ég ekki vera of neikvæður en er nokkuð óeðlilegt að gerð sé sú krafa til manna sem fá sennilega borgað fyrir að vera fyndnir að þeir séu þá fyndnir. Þó ekki væri nema til að kalla fram pínulítið bros. Þessi Loveguru er hins vegar ekkert fyndinn, það er pínlegt að horfa á hann reyna að vera Ali G. Íslands. Það er ekki nóg að vera of þybbinn og of gamall í gulum íþróttagalla til að vera fyndinn. Ef svo væri gæti ég ekki einu sinni farið út að skokka án þess að fá hláturroku beint í andlitið með reglulegu millibili. Maður verður að segja e-ð sniðugt eða hreyfa sig hlægilega eða setja upp e-r svipbrigði. Þessi er hins vegar eins og sniðugu strákarnir sem leyfðu stelpunum að flétta eða mála sig í frímínútum í gaggó. Eiginlega algerlega óþolandi.
Bloggar | Breytt 14.7.2006 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2006 | 14:18
Ný treyja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2006 | 11:31
Flottasta HM mómentið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2006 | 13:10
Úlfurinn
Hvað verður maður að eiga marga milljarða til þess að mega ganga í appelsínugulum buxum við köflóttan jakka án þess að vera talinn trúður? Björgólfur Guðmundsson virðist amk vera í fullum rétti en hann má eiga það að hann er nokkuð merkilegur kall. Þegar KR varð meistari 1999 birtust myndir af honum í Séð og heyrt á spítala, órakaður og tuskulegur, og maður hugsaði: "Greyið kallinn". Nokkrum misserum síðar mætti hann vatnsgreiddur, teinóttur og skælbrosandi, með glitrandi tanngarðinn, og átti 40 milljarða inn á banka. Núna er hann helsta PR fígúra Landsbankans, dansar tangó við Þjóðleikhúsálfinn og kaupir skrifstofubyggingar til þess eins að mála þær hvítar fyrir niðurrif. Hann er Íslands Gandólfur, vitur og góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)