Óþolandi

Það var sýnt úr tveim myndum í bíó í gær sem ég ætla ekki að sjá.

Sú fyrri byrjaði á myndum af nasistum að tala með Oxford hreim og ég fór að velta fyrir mér hvaða hallæri þetta væri. Allt voða flott og stíliserað og það fór að rifjast upp fyrir mér að e-r hefði verið að gera mynd um mann sem reyndi að ráða Hitler af dögum. Það var hins vegar e-r ósvöruð spurning í kollinum meðan sýnishornið var að komast í gang. E-r óþægileg kvíðatilfinning greip mig eins og e-ð mjög skelfilegt væri að fara að gerast en ég mundi ekki alveg hvað. En þá birtist svarið á tjaldinu. Tom Cruise er hetjan og stjarna myndarinnar. Verra verður það ekki.

Þegar ég hélt að amerísk kvikmyndagerð gæti ekki sokkið dýpra kom næsta sýnishorn. Og þar var hinn fullkomlega óþolandi Colin Farrell kominn holdi klæddur.

Ef e-r leikari er verri en Tom Cruise þá er það Colin Farrell. Þeir ætti báðir að segja af sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Er það samt ekki kaldhæðið að þessir tveir apakettir skuli hafa leitt hesta sína saman í Minority Report, einni af bestu myndum ársins 2004? Ég hvika ekki frá því að það er ein flottasta vísindaskáldsaga síðustu ára.

Jón Agnar Ólason, 16.11.2008 kl. 11:47

2 identicon

Já ég er sammála, Tom Cruise er einhver sá mest óþolandi leikari yfir höfuð og svo auðvitað Bruce Willis sem er álíka hæfileikalaus og pirrandi!!!

Kristín (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:03

3 identicon

say you like my hat Eíki! Say it! Say you like my hat!

Tom Cruise var góur í Interview with a wampire. og Coctail maður! Ekki þessa neikvæðni, skelltu þér tú ðe kókómós. Það eru til margir verri en Tom Cruise. (og þá er ég ekki að meina John Travolta ef þú hefur í hyggju að reyna að vera sniðugur!)

Þórir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:36

4 identicon

Hvaða vitleysa er þetta Eiki. Þú ert eflaust að gleyma perlum eins og:

Top Gun

Days of thunder

Young Guns

og........Jerry Maguire   ..."you had me at Hello"

...Maðurinn er snillingur

Jói (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband