3.9.2006 | 01:05
Ljósanótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2006 | 00:54
Grímur Björnsson
Umræðan verður ekki mikið skemmtilegri en um skýrslu Gríms Björnssonar. Var henni stungið undir stól, fóru sérfræðingarnir yfir hana, var embættismönnum kennt um og var hún lögð fyrir Alþingi? Spennan yfir þessu var svo magnþrungin í Kastljósi í gær að fjögurra mánaða gömul dóttir mín fékk málið í augnblik og notaði tækifæri til að spyrja hvort mér þætti Össur Skarp. eða Hjálmar Árnason trúverðugri.
Burtséð frá öllum vangaveltum um helstu atriði þessa máls finnst mér merkilegast að menn komist upp með að segja að þessi skýrsla hefði ekki breytt neinu, framkvæmdin hefði hvort eð er verið samþykkt. Er það ekki mergurinn málsins, það skiptir engu hversu vel skýrslan hefði verið kynnt hún hefði aldrei breytt afstöðu sauðnautana sem voru búin að ákveða að styðja málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2006 | 00:44
Dabbi kaupir sér vini
Í kvölfréttum var sagt frá því að hinar frægu þotur á Keflavíkurflugvelli hafi fengið að vera lengur vegna vináttu Davíðs Oddssonar við George Bush yngri. Sagan er víst sú að yfirmenn NATO, Colin Powell og e-r fleiri voru að ræða Ísland í Hvíta húsinu. Þá kom Bush til þeirra og sagði þeim að láta Davíð Oddsson vera því hann væri vinur sinn.
Nú veit ég ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta yfir því að Ísland hafi lýst yfir stuðningi við Íraksstríðið í þeim eina tilgangi að George Bush myndi bæta Davíð í vinahóp sinn. Ísland, sem hingað til hefur verið herlaus þjóð, studdi sem sagt innrásarstríð byggt á blekkingum til að Davíð gæti fengið jólakort frá Texas. Með þessu er staðfest að maðurinn sem stýrði landinu i þrettán ár er mikið aumkunarverðari karakter en ég nokkurn tíma hélt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2006 | 00:22
Rokk
Ég var ekki viss um hvort ég væri að horfa á David Brent eða Garreth Keenan þegar Ryan úr Rock Star kvaddi þáttinn bitur í bragði. Hann sagði m.a. "on the charts I will be lookin´down on you Supernova" og horfði kindarlega í vélina. Fullur af innistæðulausu sjálfsöryggi en samt augljóslega mjög óöruggur með sig. Frammistaða hans í Baba O´Riley var í einu orði vandræðaleg, sérstaklega þegar hann eyddi nokkrum mínútum í að klöngrast upp á hátalarana. Til að kóróna asnaganginn var rokkhoppið niður ekki tilkomumeira en svo að þetta minnti mig á 4 ára gamla dóttur mína hoppa af lágu grindverki. E-ð segir mér að Supernova og Ryan Star þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af samkeppni á vinsældarlistunum.
Hins vegar er undarlegt með Magna að eftir því sem lagið er leiðinlegra því betur syngur hann. Líklega hefði hann átt stórkostlegar stundir í Seattle ca. 1992.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2006 | 21:16
CSI:Reykjavík
Ég var að skoða síðu Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem er full af alls kyns myndum sem sýna daglegt líf í Reykjavík á tuttugustu öldinni. Þessi mynd vakti athygli mína meira en flestar aðrar. Í texta við myndina sem tekin var af hinum alræmda Sveini Þormóðssyni segir:
"10. mars 1964, Nudd og gufubaðsstofan Sauna, Hátúni 8. T.h. er eigandi stofunnar Edvald Mikson (Eðvald Hinriksson) sjúkraþjálfari. Nakinn karlmaður liggur á nuddbekk og fær nudd hjá nuddara".
Þegar ég sá þessa mynd datt mér fyrst í hug rannsóknarstofa réttarlæknis í CSI en svo las ég að verið væri að nudda líkið!! Af hverju samþykkti maðurinn myndatökuna? Sköllóttur gamall kall í nuddi hjá Mikson. Það er e-r Rassa Prumpulykt af þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2006 | 16:58
Snjór í helvíti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2006 | 12:24
Þetta er hann Ragnar......
Það er sívinsælt að deila um hvað sé list og hvað ekki. Hvað sem því líður er ljóst að þessi ungi listamaður er Listamaður með stóru elli. Það er ótrúlegt hvað hann er lunkinn að túlka tilfinningar og tjá skoðanir með verkum sínum, en þar standa gjörningarnir upp úr. Einna þyngst vegur snilldarleg notkun hans á mannslíkamanum og nektinni. Áleitnar spurningar um blygðunarsemi og samband líkamans við uppruna sinn og náttúruna og ekki síst hvert hlutverk nakins líkama er í hröðu nútímasamfélagi. Hvernig nakinn líkami gerir manninn berskjaldaðan fyrir umhverfi sínu en gerir honum jafnframt kleift að tengjast því sterkari böndum.
Það er erfitt að gera upp á milli Intimacy, Hollywood og Ode to Bubbi Morthens. Ég segi bara takk fyrir mig. Takk.
http://this.is/rassi/works/works.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2006 | 12:21
Grillaður steggur
Hvernig er hægt að toppa steggjun þar sem Geir Ólafsson syngur My way, blautur og sólbekkjabrúnn, í gufunni á Hótel Loftleiðum? Og enda svo á Grillinu á Hótel Sögu þar sem steggurinn afvopnar steggjara sína með því að bjóða þeim í veislu á besta veitingahúsi landsins.
Uppákoman með Geir var kostuleg. Við vorum nýsestir í heita pottinn þegar birtist allt í einu þessi undarlega samblanda af Riff Raff úr Rocky Horror, Don Johnson í Miami Vice og Gollum. Með tan, gullkeðju og björgunarhring á byrjunarstigi. Ég fattaði ekki að þetta væri Ekki meir Geir fyrr en hann kallaði skrækri röddu: "eigið þið ekki að vera í stóra pottinum strákar" og átti við laugina. Hann settist svo makindalega með okkur í pottinn og reyndi að spjalla um stúkuna á Laugardalsvelli og eitt og annað því tengdu. Stuttu seinna kvöddum við kauða og skelltum okkur í gufu. Eftir smá stund er hurðin á gufunni rifin upp og inn stormar Geir, tekur í hendina á steggnum, óskar honum alls hins besta og byrjar svo að syngja My way. Á fullum styrk, með skræku ívafi, í þriggja fermetra gufu!! Fyrir þetta uppskar hann mikið klapp en ekki var laust við að e-r í hópnum væru vankaðir af bjánahrolli.
Steggurinn var himinlifandi og þegar komið var á Grillið tók hann öll völd, pantaði kampavín fyrir hópinn og lýsti því yfir að hann byði enda kæmi það í staðinn fyrir brúðkaupsveislu. Við urðum eins og sauðir í framan en hann gaf sig hvergi enda löngu vitað að þessi steggur gefur sig ekki auðveldlega. Við héldum því í fjögurra rétta óvissuferð að hætti kokksins, hvert öðru betra þó ég geti ómögulega endurtekið allt það sem í réttunum var. Með þessu sulluðum við í okkur kampavíni, hvítvíni, rauðvíni, eftirréttarvíni, kaffi og koníaki.
Fyrst ég er byrjaður að dæma veitingastaði er best að gefa Grillinu fullt hús fyrir mat, þjónustu, útsýni og stemmningu. Það gerist ekki betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2006 | 12:20
Uppreist æru
Nú hefur stórglæpamaðurinn Árni Johnsen fengið uppreist æru. Athygli vekur að handhafar forsetavalds sáu um þennan gjörning en eins og menn vita eru það Geir Haarde, forsætisráðherra, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis og Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar. Tillöguna lagði fram Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og fyrrum menntamálaráðherra.
Maðurinn sem bar ábyrgð á verkum Árna, lagði sem sagt til við flokksystkin sín, að flokksbróðir þeirra, sem dæmdur var fyrir glæpi í hans tíð, fengi uppreist æru. Meðan forseti Íslands var erlendis.
Hvaðan koma eiginlega upplýsingar um að Ísland sé minnst spillta land í heimi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2006 | 16:48
Kínahúsið
Í hádeginu í dag urðu merkileg tímamót í lífi mínu þegar ég borðaði í fyrsta skipti á Kínahúsinu við Lækjargötu. Þessi staður hefur verið á sínum stað frá því ég man eftir mér og þrátt fyrir að ég hafi verið í menntaskóla hinum megin við götuna sá ég aldrei neinn fara þarna inn og þekkti engan sem hafði farið þangað inn.
Stemmningin inni er eins og það hafi verið reynt að skapa kínverskt þema í Staðarskála, allskonar kínadót á borðum og hangandi úr lofti en stólarnir voru eins fjarri Kína og mögulegt er, svona krómstangir með bastsæti og bastbaki, líklega keypt í Rúmfatalagernum. Konan sem afgreiddi var í litlum og alltof stuttum kínaslopp en minnti að öðru leyti ekkert á Kínverja. Maturinn var hins vegar nokkuð góður, í forrétt var e-s konar núðlusúpa með kjúklingi en aðalrétturinn var þríréttað á sama diski, nautakjöt, kjúklingur og djúpsteiktar rækjur. Ég get nú ekki sagt að bragðlaukarnir hafi tryllst af spennu og gleði en þetta var vel útilátið og nokkuð bragðgott. Sérstaklega fyrir verðið, skitnar 950 kr. Ég geri því ráð fyrir að fara aftur á Kínahúsið í hádeginu ef ég gleymi því ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)