6.7.2007 | 14:22
Hana nú
Gleymið Konu, Á bleikum náttkjólum, Lifun, Ágætis byrjun og öllum hinum. Besta plata Íslandssögunnar er Hana nú með Villa Vill. Hvaða önnur plata er appelsínugul þannig að maður er dreginn aftur til tímabilsins þegar klósett voru brún og e-r hélt að það væri góð hugmynd að hafa grænt teppi og gula ofna í stíl. Og hvar annars staðar heyrir maður textasnilld sem byrjar á "þarna ert þú í þínum samfesting!".
Vilhjálmur Vilhjálmsson var afburða söngvari og lögin eru hvert öðru betra. Undirspilið er nett hallærislegt með fisléttu kántrýívafi, sem er tilvalið í bílinn úti á landi. Ekki má gleyma húmornum þegar Villi breytist úr ljótum andaraunga í fallegan svan í laginu Einshljóðfærissinfóníuhljómsveitin eða diskópsychdelíunni í Martröð. En bestur er Villi í Og co., Söknuði og Einhverntímann.
Ef Villi væri enn á lífi vissi enginn hver Elvis var.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 00:42
Tvífaraleit
Svona getur nú verið fróðlegt að fletta fasteignablaðinu.
Vill e-r gera mér þann greiða að finna tvífara fyrir Árna Stefánsson fasteignasala hjá Gimli. Ég er með einn í huga og ég trúi ekki öðru en að e-m öðrum detti það sama í hug.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.6.2007 | 12:00
Í hreinskilni sagt
Blaðamaður spænska íþróttablaðsins Marca var fenginn til skrifa 100 orða grein um skelfilega leiðinlegan leik Recreativo Huelva og Real Sociedad, sem endaði 1-0. Útkoman var þessi:
"Maradona, Di Stéfano, Pelé, Cruyff, Van Basten, Gullit, Zidane, Gento, Puskas, Roberto Baggio, Torpedo Muller, Zico, Bergkamp, Eusebio, Futre, Blokhin, Breitner, Cabrini, Conti, Elkjaer, Laudrup, Garrincha, Gascoigne, Krol, Francescoli, Matthaus, Beto Alonso., Gigi Riva, Rossi, Antognoni, Beckenbauer, Bobby Charlton, George Best, Giggs, Kempes, Boniek, Romario, Bonhof, Liam Brady, Careca, Jarzinho, Cantona, Cafu, Luis Suarez, Kubala, Deyna, Didi, Eder, Donadoni, Redondo, Hagi, Giresse, Haan, Uli Hoeness, Rummenigge, Dalglish, Keegan, Kopa, Tigana, Guardiola, Rivera, Rivelino, Mazzola, Schuster, Simonsen, Falcao, Hugo Sánchez, Ronald Koeman, Pereira, Mágico Gonzalez, Mauro Silva, Maldini, Franco Baresi, Panenka, Bebeto, Overath, Tostao, Waddle and Zola hefðu ekki kunnað að meta þennan leik. Ekki ég heldur."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2007 | 22:41
Fóstbræður
Það er alltaf gott að rifja upp nokkra Fóstbræðrasketsa.
http://www.youtube.com/watch?v=JbsGfLUMdAw&mode=related&search=
http://www.youtube.com/watch?v=AgI8ImndCgE
http://www.youtube.com/watch?v=Z_X2z-IczPk&mode=related&search=
http://www.youtube.com/watch?v=zunyWWSciXw&mode=related&search=
http://www.youtube.com/watch?v=zjBbZJWVzXE&mode=related&search=
http://youtube.com/watch?v=YTJ2_m1buG0&mode=related&search=
http://youtube.com/watch?v=0wmnFziREiI&mode=related&search=
http://youtube.com/watch?v=NPeMwdvvvHI&mode=related&search=
http://youtube.com/watch?v=4a0xdC66nfc
http://youtube.com/watch?v=as3AF0TTjk0
http://www.youtube.com/watch?v=uSIJYLWd0lc&NR=1
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 14:28
Sjutemm
Við Silla fórum á Air tónleikana um daginn. Ég er búinn að vera hrifinn af þessum franska dúett síðan Moon Safari kom út fyrir nokkuð mörgum árum og það var greinilegt að fleiri aðdáendur í Höllinni voru frá þeim tíma. Annars voru tónleikarnir góðir og enduðu á magnaðan hátt með fyrsta lagi Moon Safari. Þeir sem vilja heyra þann flutning geta farið inn á heimasíðu Dr. Gunna. http://www.this.is/drgunni/mp3/Air%20-%20La%20Femme%20dargent.mp3
Þegar ég var að rifja Air upp fyrir tónleikana datt ég óvart inn á nokkur lög með Serge Gainsbourg á ipodinum. Eins og margir vita er hann einn helsti áhrifavaldur Air og fleiri, og í raun alveg magnaður tónlistarmaður. Það þekkja flestir stunulagið fræga Je t´aime... moi non plus en mín minning um það lag er ansi sterk.
Þannig var að snemma sumars 1988 hélt ég 14 ára unglingurinn til útlanda ásamt foreldrum mínum, stútfullur af hvolpaviti og táfýlu. Hvort sem það var í tilefni af skattlausa árinu þá var splæst í leigubíl út á Leifsstöð. Þar sat ég á fullri ferð á Reykjanesbrautinni þegar þetta fræga lag byrjar að hljóma í útvarpinu. Sem var svo sem ekkert slæmt í sjálfu sér en það var greinilegt að leigubílstjóranum, gömlum kalli með skalla, gleraugu og yfirvaraskegg, þótti lagið forvitnilegt. Það var því ekki að sökum að spyrja að þegar Jane Birkin byrjaði að stynja frygðarlega í seinni hluta lagsins teygði kallinn sig í útvarpið og hækkaði í botn þannig að stunurnar ómuðu um bílinn. Og þarna sat ég og reyndi, eins og Austin Powers síðar, að hugsa um "Margaret Thatcher naked on a cold day", "Margaret Thatcher naked on a cold day". Með foreldra mína á sextugsaldri þétt mér við hlið.
Ég skelli inn þremur lögum með kallinum af youtube. Hann er auðvitað magnaður. Með nef á stærð við Grímsey og sígarettuna í hendinni.
http://www.youtube.com/watch?v=sHiMDB19Dyc&mode=related&search=
http://www.youtube.com/watch?v=ozmBA88Q0EA
http://www.youtube.com/watch?v=4p73ICnVKHU&mode=related&search=
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2007 | 11:31
Þrítugasti
Hvernig stendur á því að fjölskyldufaðir á fertugsaldri situr lamaður af stressi í stofunni heima hjá sér á 17. júní, bara vegna þess að 10 hvítklæddir leikmenn (og einn í dökku) eru að reyna að vinna titil suður á Spáni? Svo er fagnað taugaveiklislega þegar þeir hvítu jafna og þegar þriðja markið er í höfn er maður hálfpartinn kominn á hnén, hallandi sér aftur með kreppta hnefa og þenjandi hvern einasta vöðva í kroppnum. Eftirá er spennufall, maður er máttlaus og eirðarlaus eins og eftir stórt próf í háskólanum, og á meðan hlaupa leikmennirnir fram tilbaka á skjánum, óðir af gleði og á e-n undarlegan hátt finnst manni maður vera hluti af þessu öllu saman. VIÐ unnum titilinn.
En það versta er að það eru fleiri sem telja sig hluta af "okkur". Ég get ekki séð að Tom Cruise sé í tuttugu ára gamalli Real treyju sem Rafael Gordillo spilaði í gegn Sampdoria 1987, eins og einn og einn fjölskyldufaðir á Fróni. Samt er hann á vellinum og það sem meira er þá fer hann með liðinu út að borða um kvöldið og syngur með þeim þjóðsöngva frá Galisíu. Ég vona bara að það sé enginn á leið í Vísindakirkjuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 22:38
Nostalgía nr. ?
Meðfylgjandi myndband vekur upp nostalgíu í kroppnum. Það má eflaust deila um gæði lagsins, mér finnst það gott og sérstaklega byrjunin þegar hann töltir upp stigann út í stórborgarniðinn en svo verður allt hljótt og hann byrjar að syngja. Ég er samt ekki viss um söguþráðinn í myndbandinu, hann virðist vera hvorki fugl né fiskur en var það ekki algengt á þessum tíma?
http://www.youtube.com/watch?v=4EkX9tS-Jq0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2007 | 23:53
Ebay
Það eru svo sem ekki nýjar fréttir en ebay er ein allra besta og skemmtilegasta síðan á netinu. Ef mann vantar e-ð eru allar líkur á að það leynist e-s staðar inni á milli og ef ekki, þá bíður maður í e-n tíma og heppnin gæti verið með manni. Það segir sig reyndar sjálft að ebay er fyrst og fremst vettvangur safnara en þó getur maður gert praktísk kaup öðru hverju.
Svo er t.d. um eitt uppboð sem var að enda í kvöld. Það virðist vera í tísku hjá ungum mönnum að vera með sixties yfirbragð, þröngar buxur og lakkrísbindi. Við þann fatnað er mikilvægt að eiga góða skyrtu, sérstaklega ef maður er á leiðinni á djammið. Þá er sennilega ekkert betra en að vera í skyrtunni sem John F. Kennedy var í þegar hann sór embættiseið. Maður getur rétt ímyndað sér pikköpp samræðurnar við barinn á Ölstofunni:
"Djöfull ertu í töff skyrtu!"
"Já ég er rosalega ánægður með hana og svo er hún virkilega þægileg. Og svo var Kennedy í henni þegar hann sór embættiseið."
"Ha!?"
"Kennedy var í henni þegar hann sór embættiseið!!"
"Ertu ekki að grínast?"
"Nei ég fékk hana á ebay"
"Var hún ekki ógeðslega dýr?"
"Ekkert svo, ég fékk hana á ca. 130 milljónir. Svo er hún líka 100% bómull."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 23:13
Júní 2003
Og það var fyrir fjórum árum sem við Sverrir sátum hlið við hlið í 30 stiga hita á Santiago Bernabeu og fylgdumst með Real tryggja sér spænska titilinn með 3-1 sigri gegn Bilbao. Real Sociedad, með Xabi Alonso fremstan í flokki, sat eftir með sárt ennið enda þurftu þeir að treysta á að Madridingar töpuðu stigum.
Það var öðlingurinn og svartamarkaðsbraskarinn Salva sem hafði selt okkur tvo miða á 36.000 kr. og lét nafnspjaldið sitt fylgja með. Ég týndi spjaldinu skömmu síðar en ég hef aldrei séð eftir þessum 18.00 kalli sem miðinn kostaði mig.
Á sunnudaginn er sama staða uppi. Real verður að vinna enda talsverðar líkur á því að Barcelona sigri nágranna sína í Gimnastic. Zidane, Ronaldo, Figo og co. tókst það þá en verður lukkan með mínum mönnum núna? Ég segi bara eins og kellingin við hina hliðina á mér fyrir fjórum árum, þegar Roberto Carlos stillti boltanum upp í aukaspyrnu rétt fyrir framan nefið á okkur; "Roberto, da nos tranquilidad!". Hann hlýddi og skellti boltanum beint í netið. Eftirleikurinn var auðveldur og við sungum Campeones, Campeones í 70.000 manna kór þar til við urðum hásir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2007 | 22:42
Sönn gleði
Á laugardaginn átti sér enn einu sinni stað mikil dramatík á Spáni. Á 89. mínútu jafnaði Ruud Van Nistelrooy fyrir Real gegn Zaragoza og 18 sekúndum síðar jafnaði Tamudo fyrir Espanol gegn Barcelona. Á þessum 18 sekúndum breyttist staða efstu liða á Spáni algerlega, Real var aftur á toppnum og nú er það í þeirra höndum að vinna spænska titilinn.
Margir hafa viljað meina að fagnaðarlæti Real leikmanna hafi verið of mikil í lokin og þar með hafi þeir sýnt Mallorca, sem þeir eiga í síðasta leik, lítilsvirðingu. Slík hegðun hljóti að koma harkalega í bakið á þeim þann 17. júní. Nú er alveg ljóst að það er engan veginn útilokað að Mallorca taki eitt stig eða fleiri á Bernabeu, en það hefur ekkert með þessi fagnaðarlæti að gera. Ef Real hefði unnið Zaragoza 0-2 eða 0-3 og fagnað svona brjálæðislega í lokin hefði ég skilið að utanaðkomandi aðilum þætti brjálæðisleg fagnaðarlæti ósmekkleg. Öðru máli gegnir hins vegar þegar titildraumar liðsins er svo gott sem úr sögunni þar til á 89 mínútu en þá breyttist allt á augabragði. Er nema von að adrenalínið og efedrínið sem verður til við slíka upprisu leiði til mikillar gleði.
Ég neita því hinsvegar ekki að ég er drullustressaður að mínir menn glopri þessu niður við síðustu hindrun, þrátt fyrir hetjulega baráttu síðustu mánuði. Það væri e-n veginn dæmigert fyrir þetta tímabil á Spáni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)