Úr hvaða mynd?

"You´re a feisty little one"

Star Crash

Ég skrifaði e-n tíma um minningar tengdar bíóinu á horni Skemmuvegar og Smiðjuvegar. Að sjálfsögðu er hægt að kalla þessar minningar ljóslifandi fram af jútjúbinu. Eftir stendur spurningin hvers vegna þessi mynd naut ekki meiri vinsælda.

http://www.youtube.com/watch?v=H2d7wAjSQQo&mode=related&search=

http://www.youtube.com/watch?v=pzfuNSpP0RA&mode=related&search=

http://www.youtube.com/watch?v=dOh7qOL3Hdk&NR=1


Lok lok og læs

Ég ætla að læsa þessu bloggi eftir nokkra daga. Sé ekki ástæðu til að vera flassa þessum nördagangi framan í fleiri en þörf er á. Hinn fámenni hópur lesenda sem kemur hér reglulega við getur að sjálfsögðu fengið lykilorð og óskað eftir því með því að senda póst á eirikur@gjaldheimtan.is. Það þarf enginn að vera feiminn við það, jafnvel ekki þeir sem ég þekki lítið eða ekkert.

 


Júlígabb

Ég var 100 % viss að meðfylgjandi frétt væri aprílgabb þar til ég leit á dagatalið:

http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=49689


Spurning 4

Þetta ætti að vera auðvelt en lögin er bara svo góð að ég verða að setja þetta inn. Allt eða ekkert, úr hvaða myndum eru þessi lög og hverjir flytja. Þau hafa örugglega verið notuð oftar en einu sinni en ég er með ákveðnar myndir í huga.

Spurning 3

Nú verð ég að þyngja þetta aðeins og spyr um lag sem nær lengra aftur í tímann í kvikmyndasögunni? Hver er myndin og hver er flytjandinn?

Spurning 2

Nýtt lag - ný spurning: úr hvaða mynd er nafnlausa lagið í spilaranum og hver flytur? Ekki er útilokað að lagið hafi verið í fleiri myndum en ég er bara með eina í huga.

Ný treyja

7278

Nýja Real treyjan kom fyrst fyrir sjónir almennings þegar liðið fagnaði spænska titlinum þann 17. júní sl. Nú er þessi treyja komin í almenna sölu og lítur svona út. Ég gaf síðustu treyju 6 í einkunn fyrir tæpu ári síðan og var ekki mjög hrifinn. Nýja treyjan lítur mun betur út, mér sýnist liturinn á röndunum vera kominn út í lillabláan, sem er meira í anda Real en þessar svörtu eða dökkbláu rendur sem notaðar hafa verið síðustu ár. Það eina sem gera má athugasemdir við er kraginn, ég átta mig ekki alveg á þessu formi en er engu að síður nokkuð sáttur við það. Eigum við ekki að splæsa 7,5 á treyjuna, ég er nokkuð íhaldssamur skyrtukragamaður en þetta er bara nokkuð gott.


Taco Bell

Fór með fjölskylduna á ættarmót að Garðskagavita í gær. Í bakaleiðinni ákváðum við að prófa Taco Bell sem er í sama húsi og KFC í Hafnarfirði. Nú er ég ekki lærður kokkur eða reyndur veitingahúsagagnrýnandi en vil þó spyrja mig og aðra eftirfarandi spurningar. Hvaða erindi á þessi staður til Íslands? Uppistaðan í pöntuninni voru tvenns konar Quesadillur, með hakki og kjúklingi og bara kjúklingi. Án þess að eyða mörgum orðum í dillurnar þá komur þær soðnar og sveittar upp úr pokanum, klesstar saman með gulri ostasósu og 3. flokks hakki og kjúklingi. Þegar ég fór að reyna að greina uppistöðuna í kryddinu var niðurstaðan salt, aromat eða season all og örlítill keimur af súru majonesi. Ég reyndi að þvæla þessu í mig en endaði á því að leifa sem er tiltölulega sjaldgæft þegar mexíkóskur matur er annars vegar. Meira að segja eins árs gömul dóttir mín skyrpti matnum út úr sér, en hún hefur yfirleitt ekki hugsað sig tvisvar um í þau fáu skipti sem ruslfæði er á boðstólunum í Vesturbænum. Niðurstaða: Ef þig langar í mexíkóskt, farðu þá frekar á Serrano eða Culiacan. Jafnvel þó þú búir í Hafnarfirði.

 


Spurning

Ég á í heilmiklum vandræðum með þennan blessaða tónlistarspilara hér til hliðar. Setti samt inn lag sem gefur tilefni til spurningar. Í hvaða mynd var þetta lag notað og hver flytur?

Ef lagið kemur ekki á spilarann vísa ég á tæknimenn Moggabloggsins. Komi það hins vegar fram mun ég veita vísbendingar þar til svarið kemur fram, sennilega daglega ef ég nenni. En þar sem nokkrir popppunktar kíkja reglulega hingað inn á ég jafnvel von á að svarið komi strax.

Sjáum til.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband