18.5.2006 | 13:45
Liga de campeones-El final
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2006 | 14:50
Ég hef aldrei séð annan eins ísskáp
Vinur minn setti smá grín um Eyþór Arnalds inn á síðuna sína og fékk athugasemd frá e-m sjalla útí bæ sem sakaði hann um að vera illa "innréttaður". Er nú ekki helgislepjan orðin full mikil? Það verður bara að viðurkennast að þetta er grátbroslegt, gæinn er loksins orðinn oddviti flokks sinna drauma, búinn að ná sér eftir eldri mál, nýþveginn og strokinn með unglamb upp á arminn og honum dettur ekkert betra í hug en að keyra fullur. Og ætlar hann að stelast til að keyra stutta leið? Nei hann ætlar frá Hótel Holti til Selfoss!!
Ég bíð bara eftir því að sjálfstæðismenn byrji að jarma um mannlegan harmleik eins viðkvæðið var þegar Árni Johnsen sprakk úr græðgi. Ég vil bara biðja menn að nota ekki það hugtak um græðgi og fyllerísvitleysu því mannlegur harmleikur er e-ð allt annað og alvarlegra. Er það ósanngjarnt af mér að halda að áfengismeðferðin verði til málamynda meðan öldurnar lægja? Má búast við að Eyþór muni sitja með rauðvínsglas á búgarði sínum í Ölfusi einn góðan veðurdag, sæll og glaður með bæjarstjóratignina? Spyr sá sem ekki veit.
Bloggar | Breytt 21.5.2006 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2006 | 00:21
Nokkrar boltahugleiðingar A-Ö
Argentína: Þeir taka ekki Walter Samuel og Javier Zanetti heldur á að byggja á þeim liðum sem unnu heimsmeistaratitla unglinga. Ég hef alltaf verið hrifinn af Zanetti og mér finnst varasamt að taka hann ekki með. En liðið á að vera nokkuð sterkt.
Breiðablik: Þvílíkt hnakkasafn hefur ekki sést á velli í langan tíma! Annar hver maður í Köllunum! Það koma bara tvenns konar manngerðir úr Kópavogi, nýbylgjurokkarar og hnakkar. Í hvorn flokkinn fell ég? Hjörvar Hafliðason fær samt plús fyrir að segja sömuleiðis við Arnar Björnsson þegar hann óskaði honum til hamingju.
Chelsea: Vonandi taka þeir Carlos, hann er útbrunninn. Vonandi fá þeir ekki Shevchenko, hann er alltof góður en reyndar þrítugur á þessu ári. Því miður er Ballack mættur, en vonandi raskar það jafnvægi á miðjunni.
Davíð: Samstarfsmaður minn og yfrmaður á leið til Parísar á úrslitaleikinn. Væri til að vera í hans sporum en þó ekki, því það er ekki óskastaða fyrir mig að fylgjast með sigri barca.
Enski boltinn: Ofmetin. Ég væri eflaust jákvæðari gagnvart honum ef öll umfjöllun og umræða gengi ekki nær eingöngu út á að mæra ensk lið og enska boltann.
Fótboltastelpur: Þeim hefur farið fram en enn þá virðast markmennirnir alltaf lenda í vandræðum þegar skotið er hátt markið. Ná þær ekki uppí slána eða hvað er vandamálið?
Gylfi Orrason: Er ekki kominn tími til að hætta að tala af svona mikilli virðingu og auðmýkt um þennan dómararæfil. Hættið að gera dómara að aðalatriði og hættið að fá dómara til að lýsa leikjum.Það er ekkert leiðinlegra en sjónarhorn dómara.
Hafnarfjarðarmafían: Hvar var hún þegar FH var í 2. deild? Stemmningin er fín en þetta er eins og með eyjafögnin um árið, það verður dálítið þreytt að vera svona hress.
Innkast: Hvers vegna er dæmt vitlaust innkast? Hverjum er ekki sama þó þú hendir beint niður eða á ská svo lengi sem hendur eru nokkurn veginn fyrir aftan hnakka? Það væri í raun eðlilegra að leyfa mönnum að henda eins og þeir vildu inná en almennt er ég mjög á móti öllum breytingum í boltanum, og þessi tillaga mín fær því ekki mitt atkvæði.
Jóhannes Eðvaldsson: Maðurinn sem stofnaði ÍK ásamt Grétari Norðfjörð. Blessuð sé minning þessa góða klúbbs. Fer ekki að koma tími á árgangamót?
KR: Ég er ansi hræddur um að 0-3 tapið hafi ekki sýnt sterka stöðu FH heldur veika stöðu KR. Hvers vegna er Teitur í svona miklum metum? Hefur hann ekki verið í bölvuðu basli með lið í Noregi, fallbarátta og vesen. Vonandi hef ég rangt fyrir mér, skápakr-ingurinn sjálfur, en ég er óttast að sumarið verði langt og strangt í Vesturbænum.
Leipzig: Ég er farinn að hlakka verulega til að sjá Spán-Úkraínu í Leipzig. Ég hélt að þetta væri skelfileg austur þýsk iðnaðarborg enda kom stórliðið Lokomotiv Leipzig þaðan. En þessi borg er full af merkri sögu og frægum mönnum t.d. Bach og Goethe.
Morientes: Hann er búinn að vera með drulluna upp á bak með Liverpool stóran hluta tímabilsins en ég verð að skrifa hluta af því á Benitez, sem er ekki snillingur í sóknarleik, og kantmönnum sem hafa ekki verið að veita mjög góða þjónustu. Hann var ekkert síðri en aðrir sóknarmenn þegar markastíflan brast um daginn og ég vil ekki fara í samanburð á honum og Crouch, annar er klassaleikmaður, hinn lítur út eins og hillbillí úr Lukku Láka. Ég er því hræddur um að það séu mistök að taka ekki Moro með, hann hefur yfirleitt spilað vel í spænsku treyjunni.
Norðmenn: Hvernig dettur mönnum í hug að láta Norðmenn dæma úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Í fyrsta lagi er Terje Hauge ekki góður dómari en þekkir greinilega mann sem þekkir mann. Síðan lætur aðstoðardómarinn mynda sig í barca treyju!! Þvílík erkifífl.
Pétur Jóhann: Knattspyrnskólaauglýsingarnar eru lala en hann fær prik fyrir: "Vörninni lýkur í sturtunni, svona, skola pung."
Quilmes: Fínn fótboltabjór frá Argentínu. Mikið auglýstur á treyjum og hann er bara ágætur en ekki beint eftirminnilegur.
Riquelme: Vonandi fer hann ekki til Man Utd., ég er hræddur um að þessi snillingur sé of hægur fyrir djöfulganginn í enska boltanum og verði einfaldlega eyðilagður sem leikmaður. Annað eins hefur gerst. En ef hann fer þangað mun ég líta United mun jákvæðari augum en ég hef gert í 18 ár. En ef Real kaupur hann hafa mínir villtustu fótboltadraumar ræst.
Sevilla: Snilld hjá þeim að taka Middlesborough í bakaríið og afhjúpa meðalmennskuna hjá Englendingum. Ef Steve McClaren nær e-m titli með enska liðið mun ég hlaupa nakinn í kringum Tjörnina með enska fánann. Eða ekki.
Tyrkland: Hvernig fór Milan að því að tapa úrslitaleiknum í Istanbúl? Var að reyna að horfa á þetta á Sýn áðan en varð að hætta. Alltof miklar tilfinningar!!
Uli Stielike: Hann fór að gráta þegar hann klúðraði víti gegn Frökkum á HM 1982. Svo mikið fyrir þýska stálið.
Van Basten: Kannski besti framherji allra tíma og einn minn uppáhaldsleikmaður gegnum tíðina. Gaman að sjá hann með hollenska landsliðið.
Walcott: Ég tek hatt minn ofan fyrir Eriksson ef þessi vitleysa gengur upp. Af hverju mælti Wenger svona mikið með honum ef hann treystir honum ekki sjálfur. Englendingar eiga nokkra þokkalega sóknarmenn en fyrst og fremst sýnir þetta hvað þeir eru í raun takmarkaðir utan byrjunarliðsins.
Zidane: Spilaði sinn síðasta leik fyrir Real í kvöld og náði að skora. Þeir töpuðu samt. Þessa snillings verður sárt saknað.
Þróttur: Er ekki ágætt að þetta lið sé í 1. deild? Ég sakna þeirra amk ekki enda verða þeir aldrei stórlið í íslenskum fótbolta.
Æstur múgur: Það væri mikil upplifun að fara á úrslitaleik HM en er ekki málið að stór hluti áhorfenda á slíkum leik eru boðsgestir og fyrirmenn. Maður finnur æsta aðdáendur og meiri stemmningu annars staðar ef það er það sem maður vill.
Örmagna: Það var mjög undarlegt að fylgjast með leikmönnum Liverpool og West Ham við upphaf framlengingar um daginn. Góður leikur, glæsileg mörk en er ekki eðlilegt að gera þá kröfu menn séu ekki liggjandi eins og hráviði út um allt eftir 100 mínútur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2006 | 23:56
HM 1982
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2006 | 13:45
Ísland í bítið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2006 | 13:36
Bling
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2006 | 15:33
juvemafían
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2006 | 11:47
Blogg
Það er algengur misskilningur að blogg sé e-r aumkunarverð tilraun til að útvarpa því hvað maður eigi inihaldsríkt líf og hafi stórbrotnar skoðanir. Þetta blog hjá mér er fyrir þá sem ég þekki, hafa svipuð áhugamál að e-u leyti og vilja fylgjast með því sem drífur á daga mína og minnar fjölskyldu. Hafi aðrir áhuga er þeim velkomið að lesa en þetta er engu að síður fyrst og fremst fyrir vini og vandamenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2006 | 11:24
Vor í lofti
Sunnudagurinn var góður. Byrjaði á að fara í sund með Sólveigu Höllu. Við löbbuðum út í Vesturbæjarlaug og áttum ágætan tíma í blíðunni. Vesturbæjarlaugin er hins vegar skrýtin laug. Mér fannst alltaf gaman að koma þangað þegar ég var lítill. Í anddyrinu var fiskabúr og það var alltaf notaleg lykt í loftinu, sambland af klór, hitaveituvatni og gömlum innréttingum. Það er ekki að undra að fortíðaþráin hríslist um mann þegar maður horfir á Jón Odd og Jón Bjarna. Hins vegar hefur þessi laug lítið breyst frá þeim tíma, fyrir utan nokkuð nýstárlegt gufubað og heitu pottarnir eru fleiri. Og það versta er að barnalaugin er ísköld. Hvenær á að breyta þessu? Það nær ekki nokkurri átt að maður hafi sundlaug sem ætti að vera með allt til alls í göngufjarlægð, en verði að keyra út á Nes eða upp í Árbæ ef börnin eiga ekki að fá snert af kuli. Svo er laugin umlukin stóru grassvæði sem enginn notar. Þar sem ég er sérstakur áhugamaður um sundlaugar, sérstaklega úti á landi reyndar, ætla ég að gefa Vesturbæjarlauginni 5 stjörnur af 5 fyrir stemmningu, 2 af 5 fyrir aðbúnað og hitastig en 1 stjörnu af 5 fyrir Eirík Jónsson. Samtals 3 stjörnur með námundun.
Seinna um daginn fórum við með báðar stelpurnar í Þjóðminjasafnið. Ég mæli með því, safnið er flott uppsett og svo eru góðar hliðarsýningar í gangi reglulega. Við fórum þangað fyrir um ári síðan og þá var í gangi sýning frá Hönnunarsafni Íslands. Þar sá ég snilldarstóla sem eru e-s konar íslenskt svar við Sjöunni hans Arne Jakobssen og heitir Skatan. Ef e-r veit um hvort eða hvar er hægt að fá svona stóla, má sá hinn sami láta mig vita.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2006 | 16:56
Mæli með
1. Arrested Development: Bestu gamanþættir frá USA sem ég hef séð. Ekkert síðri en það besta úr Office, Ali G og Fóstbræðrum.
2. HM treyjum frá Tælandi: Þær líta margar alveg eins út og official treyjurnar, en kosta amk þrisvar sinnum minna með flutningi og tolli.
3. Ben & Jerry´s: Besti ís í heimi. Það er komin ísbúð með þessari snilld í Smáralind.
4. Opel Astra station árg. 2001. Það er mikil eftirspurn eftir þessum gæðavögnum en ég veit um einn til sölu.
5. Bleikum blazer frá Sævari Karli og hvítum hörbuxum: Yeah right.
6. Gráðostaborgaranum á Vitabarnum: Sá besti í bænum og maður á ekki að þurfa að minna fólk á þetta.
7. Sveitasundlaugum: Það er fátt betra á ferðalagi um landið en að skola af sér í góðri sveitalaug. Nú líður að því að ég fari að gefa stjörnur.
8. Dætrum: Það er frábært að eiga tveir litlar stelpur.
9. Draumalandinu: Fyrrv. orkumálastjóri var að tala um að það væri hægt að virkja og hafa fallegt landslag. Þetta er svipað og að segja við Frakka að þeir geti bara selt Mónu Lísu, það sé alveg hægt að mála góða eftirlíkingu af henni.
10. Mín skoðun með Valtý Birni: Þetta eru ekki skemmtilegustu gæjarnir í bransanum en svona þáttur er nauðsynlegur ef maður er í bílnum milli 12 og 14. En hvað hefur þessi Böddi Bergs unnið sér til frægðar annað en að vera bróðir Guðna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)