5.1.2007 | 16:42
Nokkur atriði
Hereford: Fór með nokkrum félögum úr Lárusi Rist til að snæða steik. Þokkalegur staður, steikin ekki mikið meira en sæmileg og þjónustan frekar viðvaningsleg. Ég held að flestir geti verið sammála um að þegar fyrstu viðbrögð þjóns er eitt stórt spurningarmerki þegar hann er spurður um T-bone, þá er menn ekki fullnuma í steikarfræðum. En félagsskapurinn er alltaf góður en hversu lengi verða 10-15 ára gamlar hálfvitasögur fyndnar? Mjög lengi ef miðað er við hláturískrið í manni þegar British museum bar á góma.
Hreindýr: Rétt eldað er þetta líklega besta kjöt sem fáanlegt er. Hreindýrapeysur eru líka kúl.
Skaupið: Mjög gott í ár, mér tókst í það minnsta að hlægja upphátt á nokkrum stöðum. Spurning hvort Ólívur Ragnar Grímsson nái sama cult status og Þú ert (d)rekinn.
Svefnprógram: Eftir saurlifnað síðustu vikna er sú yngri komin í stíft prógram. Það tekur reyndar verulega á mann að vakna á 10-15 mínútna fresti við gólin úr barnarúminu en vonandi fer að komast regla á kvikyndið.
Saddam: Aftaka Saddam Husseins sýndi glögglega hvað dauðarefsingar eru ömurlegt fyrirbæri. Ég efast ekki um að maðurinn var fúlmenni en það breytir því ekki að það hefur engum verið veittur réttur til að drepa aðra manneskju. Þar að auki var þetta algert anticlimax þegar "helsti ógnvaldur heimsins" er tekinn af lífi í e-m kjallara sem virðist vera rétt tilbúinn undir tréverk og böðlarnir eru allir með Nokia myndasíma á lofti. Gripinn eins og rotta og drepinn eins og rotta, var væntanlega markmiðið.
Hafnabolti: Af hverju veit maður hverjir Babe Ruth, Ty Cobb, Joe DiMaggio og Mickey Mantle voru en á í erfiðleikum með að nefna nokkurn fótboltamann frá fyrri hluta 20. aldar. Svarið er einfalt, það er búið að troða gerviminningum í hausinn á manni í fjölda ára með amerísku skemmtiefni. Þar af leiðandi fyllist maður e-m söknuði og notalegheitum þegar Simon og Garfunkel syngja "Where have you gone Joe DiMaggio, a nation turns it´s lonely eyes to you wuhuhu". Samt veit ég lítið um þennan mann enda hef ég einfaldlega aldrei séð hafnaboltaleik í fullri lengd og finnst lítið til þeirrar íþróttar koma. Ég fór meira að segja einu sinni á mynd um Ty Cobb. Ekki hefur nokkrum manni hugkvæmst að gera mynd um Giuseppe Meazza eða Dixie Dean.
Athugasemdir
Tad er eins og mig rami i ad gerd hafi verid mynd um George Best, en mynd um Dixie Dean yrdi svakaleg. Bydur upp a hadramatiska lokasenu thar sem soguhetjan deyr a vellinum, horfandi a gamla lidid sitt etja kappi vid erkifjendurna. Flottara verdur tad varla. Tad hljota audvitad ad koma myndir um einhverja af tessum kollum tegar teir eru daudir, t.d. Pele, Maradona, Gascoigne, Colin Hendry og Gunnar Oddsson.
Kjarri (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 20:39
Það er málið, George Best var að spila fyrir ekki svo löngu síðan. Babe Ruth spilaði á kreppárunum og er alger hetja í dag. Það elsta sem menn muna um snillinga úr boltanum er kannski Puskas. Ef e-r fer að hampa Dixie Dean verður svarið væntanlega að það sé ekkert að marka því þá hafi menn spilað í sauðskinnstakkaskóm. Kannski bera menn ekki nægilega virðingu fyrir fortíðinni í boltanum.
EG, 7.1.2007 kl. 23:53
Hreindýrapeysur !?!?!!?! Waddafuck??
Og annað! Er Pele ekki löngu dauður???
Unnur (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.