Nostalgía nr. 8. Vatnaskógur

Í byrjun myndarinnar um Jón Odd og Jón Bjarna eru nokkur myndbrot úr daglegu lífi drengja í Vatnaskógi. Ég var ađ horfa á ţetta um daginn og allt í einu greip mig svakaleg nostalgía. Ég fór í fyrsta skipti í Vatnaskóg sumariđ 1981 og lét ekki stađar numiđ fyrr en eftir fimm skipti sumariđ 1985. Ţetta var og vćntanlega er alveg einstakur stađur ţó ég hafi ekki tekiđ ţátt í starfi KFUM ţar fyrir utan. Minningarnar tengjast oftar en ekki lykt eins og oft vill vera og ţá sérstaklega sveittri og blautri björgunarvestalyktinni í bátaskýlinu, notalegri fúkkalyktinni í kapellunni, lyktarblöndunni af matarílátum og eldamennski í matsalnum og lykt af tannkremi viđ stálvaskana í Laufskálanum, sem reyndar leit út eins og vinnubraggi. Önnur atriđi sem ég man vel eftir eru sjoppuferđir í kjallara Gamla skála einu sinni í viku til ađ ná í Pepsi í gleri međ lakkrísröri og Nóakropp, brauđ međ rifsberjahlaupi í kaffitímanum, fyrrverandi trommuleikari Trabant vinna öll frjálsíţróttamót í Adidas galla međ bandi undir iljunum og glćstum sigrum á knattspyrnuvellinum međ Bjarka Pétursson fremstan í flokki. Ég man meira ađ segja fatanúmeriđ mitt, 1262, enda var auđvelt ađ muna ţađ vegna Gamla sáttmála. Dálítiđ nördalegt en ţađ hefur nú aldrei talist töff ađ sitja međ fullum sal af strákum í litlum sal og syngja Áfram kristmenn krossmenn á fullum styrk. Eđa hvađ?

haus5


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband