1.5.2006 | 12:33
Bræðurnir Jón og Jón
Fjölskyldan horfði á Jón Odd og Jón Bjarna í gær. Þetta er stórskemmtileg mynd og ég hvarf aftur í matsalinn í Vatnaskógi um stund og ímyndaði mér að ég væri að borða brauð með rifsberjahlaupi. Egill Ólafsson er frábær."einnfjörtíututtuguogeinn, Hjálmar" er símsvörun eins og best verður á kosið. Hvað gerðist eiginlega með Egil. Ég hef gaman af öllu sem hann gerði á þessum árum, Þursaflokknum, Spilverkinu og Stuðmönnum en svo tók tilgerðin við. Var það Tifa tifa? Svo má ekki gleyma að minnast á Gísla Halldórsson, sem er einn besti leikari sem við höfum átt, og Svein M. Eiðsson sem er líklega besti lélegi leikari Íslands.
Meðan ég sit hérna og slæ þetta inn er Stella María nágranni minn búin að blasta Nallanum í útvarpinu hjá sér en lækkaði þegar honum lauk. Ætli hún hafi ekki staðið með hönd á brjósti og tár í hvarmi. Hélt satt að segja að hún væri sjalli. Stella eru mörgum Reykvíkingum vel kunn, ég held að hún hafi starfað í Ingólfsapóteki um áratuga skeið og hefur búið hérna í blokkinni frá byggingu 1956 og var þá komin yfir þrítugt.
Athugasemdir
Tifa Tifa eða Blátt Blátt? Ég tippa á Tifa Tifa.
Kjarri (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.