Betri borg

Reykjavík er falleg borg í mínum huga. Á fallegum vor-og sumarkvöldum fær maður ekki betri upplifun. Blóðrautt sólarlag, Akrafjall og Skarðsheiðin og Snæfellsjökull við sjóndeildarhringinn. Á þannig dögum er hvergi betra að vera en á ferðinni í bænum , það kemur e-r Tómas Guðmundsson upp í manni og maður verður ljóðrænn og væminn. Ég skil því ekki þessa eilífu umræðu um hvað Reykjavík sé ljót og leiðinleg borg. Áuðvitað eru margir annmarkar, skallabletturinn í Vatnsmýrinni er skammarlegur og mörg úthverfin eru kannsku ekki mikið fyrir augað en það eru þau ekki heldur í París. Rútuferðin frá flugvellinum er orðin hálftíma löng þegar maður sér loksins hins rómuðu borg ástarinnar. Hitt er bara jafn ljótt og það verður í hinum vestræna heimi. Það er þvi spurning hvað maður vill að verði gert eftir kosningarnar í vor.

Í fyrsta lagi vil ég að leikskólinn verði gjaldfrjáls og öllum opinn frá amk 18 mánaða. Ég nenni ekki að hlusta á vælið í þeim sem spyrja hvort það sé sanngjarnt gagnvart barnlausum. Mér er alveg sama, það er fullt af fólki sem á ekki bíl en samt er malbikað án þess að það sé rukkað fyrir það sérstaklega.

Í öðru lagi vil ég að menn hætti þessu Sundabrautartali. Jú jú leggið þennan veg e-n daginn en að taka alla umræðu undir jarðgöng, innri leið, ytri leið, íbúalýðræði og blablabla. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið nokkuð klakklaust fyrir sig að komast upp á Kjalarnes hingað til. Það er hins vegar ágæt hugmynd að setja e-s konar Golden Gate brú milli Ikea og Áburðarverksmiðjunnar en er það ekki líka svolítið aumkunavert. Eins og að byggja skýjakljúf við Smáralind.

Í þriðja lagi flugvöllinn burt. Reyndar hef ég notið góðs af staðsetningu hans í vetur og gekk m.a. þangað í annað skiptið eins og ég væri að fara að taka strætó. Ég verð því varla sakaður um að nota hann ekki. En þetta er bara svo fáránlegt að vera með flugvöll á þessum stað. En ekki flytja hann út á Löngusker. Ég var á Ægissíðunni um daginn og þá rann upp fyrir mér að það er ekkert varið í þessa hugmynd. Ég vil frekar hafa útsýnið eins og það er.  Mér finnst miklu betri hugmynd að setja hinn niður á leiðinni til Selfoss.

Hins vegar sýnist mér að það muni ekki breyta neinu hverjir munu stjórna eftir kosningarnar. Það lofa allir því sama og það er enginn munur á framboðunum svo marktækt sé. En ætli ég kjósi ekki það sama af gömlum vana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála öllu sem sagt var hér, sérstaklega því að þeir segja allir það sama og lofa því sama. Skiptir engu hvern þú kýst! en ekki kjósa það sama þá! skilaðu heldur auðu til að sýna að þér er EKKI sama.

Laulau (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 22:44

2 identicon

Sammála Eiríkur. Djöfull sem þú ert smellinn bloggari! Og að auki legg ég til sekta eigi þá sem hrækja, henda rusli og tyggjói á götuna og setja skatt á eigendur 2ja bíla. Og af því ég veit þú ert stoltur jeppaeigandi... banna allt þetta jeppadót, tómþvælogvittlisa!

Ubba (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband