15.12.2006 | 00:24
Retró
Fékk góða kveðju frá manni í Gestabókinni sem gladdist yfir því að það væru til fleiri hálfvitar en hann sem hafa áhuga á gömlum fótboltatreyjum. Þakka hlý orð í minn garð en öllum áhugamönnum um gamlar treyjur er ávallt velkomið að hafa samband. Ég hef reyndar selt nokkrar treyjur á ebay undanfarið og hæstbjóðendur hafa verið frá Mexíkó, Hong Kong, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hálfvitarnir leynast víða. Ef e-r vill koma gamalli treyju í verð þá má hinn sami endilega vera í sambandi.
Hef um fátt annað að rita en ef fólki fannst Björn Ingi standa sig vel í Kastljósinu gegn Degi í gær þá eru stjórnmál og umræða um þau á villigötum. Þvílík kúadella sem vall upp úr honum en hann má eiga það hann kemur vel fyrir, talar skýrt og sannfærandi og nær að halda andlitinu. Svellkaldur en svakalega sleazy. Synd að það sé ekkert vit í því sem hann segir eða þeim skoðunum sem hann stendur fyrir. Svona alla jafna.
Talandi um frammara í tvöfaldri merkingu. Steingrímur Ólafsson heldur úti ótrúlega vinsælli bloggsíðu eins og allir vita. Þar kemur hann fram sem mjög skarpur fjölmiðlamaður sem enginn er óhultur fyrir. Gallinn er bara sá að hann er svo litaður af grænni slikju að á honum er lítið mark takandi. En maður tékkar stundum á honum.
Að lokum vil ég minnast á Pinochet, besta vin M. Thatcher. Það er merkilegt hvernig menn skipast í hópa eftir stjórnmálaskoðunum þegar rætt er um einræðisherra. Sjöllum finnst Castro og co. viðbjóðslegir morðingjar en Allaböllum finnst Pinochet djöfull í mannsmynd. Það er í þessum anda sem e-r sniilingurinn á Vefþjóðviljanum skrifar um Pinochet. Hann vill meina að þingið í Chile hafi óskað aðstoðar hersins við að koma kommúinstanum Allende frá völdum þar sem hann hafi sýnt einræðistilburði. Í kjölfarið "tók hann kommúnista engum vettlingatökum" játar höfundur reyndar. Engum vettlingatökum!!! Hurfu ekki þúsundir manns í stjórnartíð hans? Ætli mönnum finnist þetta ekki í lagi vegna þess að við getum ekki skilið hvernig tíðarandinn var í kalda stríðinu, svona löngu seinna.
Það er ekki öll vitleysan eins.
Athugasemdir
Er ekki að vænta ritdóms?
Halldór Baldursson, 15.12.2006 kl. 15:59
Það er spurning hvort þú óskir ekki eftir tilboðum fyrir mig í Rússa treyjuna sem ég fékk frá þér um daginn.
Sævar Már Sævarsson, 15.12.2006 kl. 19:43
Ég sá mynd af Juninho, skotmanninum mikla hjá Lyon , í svona treyju um daginn. Ef þú vilt losna við hana tek ég glaður við henni aftur en þar sem þú ert hinn eini sanni Rússi hér á landi ætti að banna með lögum að þú gengir í nokkru öðru.
EG, 16.12.2006 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.