27.4.2006 | 23:23
Naflastrengur
Ef helvíti er til þá held ég að lyktin þar sé af rotnuðum naflastrengsstubbum. Þvílíkur viðbjóður!! Hvernig er hægt að láta svona lítinn yndislegan demant eins og dóttir mín er, lykta eins og holræsi. Vonandi verður hún laus við þetta í nótt eða á morgun og fer aftur að ilma eins nýútsprungin rós. En eins og staðan er næ eg þessu ekki af, hvorki með því að snúa honum né með því að ýta hraustlega við þessu með eyrnapinna.
En feðraorlofið er í góðum gír, sú stutta er vær og góð og gefur pabba sínum tækifæri til að sinna mikilvægum málum eins og spádómum um HM. Reyndar finnst Sillu fyndið hvað ég skrifa mikið á þessa síðu meðan ég ætti að vera að sinna búi og börnum. Sem ég geri reyndar ágætlega.
Athugasemdir
Elsku kallinn! keep on writing.... njóttu þess á meðan únginn sefur. Þú hlýtur nú að vera frekar svona "fast writer" ekki satt?
Laulau (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 11:11
Elsku kallinn! keep on writing.... njóttu þess á meðan únginn sefur. Þú hlýtur nú að vera frekar svona "fast writer" ekki satt?
Laulau (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 11:11
Elskukallinn!keeponwriting....njóttuþessámeðanúnginnsefur.Þúhlýturnúaðverafrekarsvona"fastwriter"ekkisatt?
Laulau (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.