Nokkrir punktar

Ég nenni lítið að skrifa á þessa síðu þessa dagana. Vonandi dettur manni e-ð sniðugt í hug á næstunni en þangað til eru nokkur atriði sem ég verð að minnast á, hvert úr sinni áttinni.

Í fyrsta lagi vil ég minnast á Eið Smára sem er að gera góða hluti hjá Barca. Hins vegar er ég ekki sáttur við að hann sé titlaður besti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu eins og það sé algerlega óumdeilt. Þegar Ásgeir Sigurvinsson var á hápunkti síns ferils var hann valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar af leikmönnum, var í 13. sæti í vali á knattspyrnumanni ársins hjá World Soccer, spilaði í úrslitaleik UEFA keppninnar gegn Maradona og félögum, var í hópi Bayern Munchen í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða 1982 og varð þýskur meistari með Stuttgart. Á þessum árum var þýska deildin mjög sterk, Hamburger SV var Evrópumeistari og Þjóðverjar sjálfir fóru tvisvar í úrslit HM. Þá var haft eftir Klinsmann í World Soccer að Ásgeir væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með og Beckenbauer vildi meina að þýska landsliðið hefði getað orðið heimsmeistari ef Ásgeir hefði verið þýskur. Sennilega deila því Eiður og Ásgeir efsta sætinu ásamt mögulega Berta Gúmm. Um hann veit ég hins vegar minna.

Í öðru lagi er ég ekki alveg kaupa Reyni Traustason. Það er ágætt hjá honum að ganga með hatt og láta hákarlatönn hanga úr keðju um hálsinn. Dálitið svona harðjaxl með harðlífi sem lifir á landsins gæðum í harðbýlu landi. Hinn vestfirski Lukku Láki. Ég skil hins vegar ekki af hverju hann er notaður sem andlit Ísafoldar og því síður af hverju honum var klesst á forsíðu Skuggabarna. Ég get ekki ímyndað mér að hann muni selja fleiri blöð fyrir það eitt að standa einn með andlitið í snjóstorminn og þylja upp efni blaðsins. Þeir hafa kannski ekki efni á því að ráð sér almennilega rödd. En hvaðan er það kredit komið sem hann telur sig hafa hjá þjóðinni. Lifir hann enn þá Litla landssímamanninum eða hélt hann að útvarpsþátturinn með honum og Eiríki Jónssyni sem sýndur var á NFS hafi gert hann að stjörnu. Kannski er hann snillingur en hann felur það þá vel, amk. fyrir mér.

Í þriðja lagi hata ég fréttir af alvarlegum umferðarslysum, sérstaklega þegar rekja má þau til gáleysislegrar framúrkeyrslu. Þegar ég keyri tvöfalda kaflann á Reykjanesbrautinni finn ég til öryggis sem er vandfundið annars staðar utan höfuðborgarsvæðisins. Úti á landi er ég alltaf með hugann við hvort næsti ökumaður sem ég mæti sé tifandi tímasprengja. Slíkir ökumenn gera hins vegar sjaldnast boð á undan sér.

Í fjórða lagi tókst mér loksins að kíkja á Pönk og diskó sýninguna í Árbæjarsafni. Mjög skemmtileg sýning og mér tókst meira að segja að taka nokkur dansspor í Hollywood. Fyrir þessu stendur góður Lalli grunar mig.

Í fimmta lagi eru  að koma jól og ég hlakka til að eyða fyrstu jólunum heima hjá mér með kellunum mínum þremur. Kalkúnn a la Eiríkur á borðum, byggður á ævafornri uppskrift Gunnsteins Gunnarssonar, læknis og róttæklings. Á óskalistanum er þetta:

http://www.subsidesports.com/uk/store/product_details.jsp?pid=72057594037945121&cid=503&brc=&red=product_list.jsp?id=503,

http://www.shopadidas.com/product/index.jsp?productId=2434971&shopGroup=R&cp=2039765.2019613.2180735&parentPage=family&colorId=

http://edda.is/net/products.aspx?pid=1806&l_cid=115&l_pubid=-1&l_y=2006&sw=&l_t=6

http://www.jpv.is/index.php?post=1657&page=10

http://halldor2006.blog.is/blog/2006igrofumdrattum/

http://shop.starwars.com/catalog/product.xml?product_id=405389

http://www.sim.is/Index/Islenska/Frettir/Nanar/newsid-614

Þessi síðasta er meira hugsuð ef Roman Abramovich vill gefa mér e-ð.

Mér mun hins vegar nægja kerti og spil eða góð peysa úr Dressmann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna ber Skipið höfuð og herðar yfir annað á óskalistanum.

 Reyndar er geislasverðið ágætt og færi þér eflaust vel, ásamt "palestínuklút" og Chopper-tryllitæki.

EÖ (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband