27.4.2006 | 00:09
Ekki gott
Milan úr leik og það er súrt. Þeir voru reyndar ekki að gera brilliant hluti en Shevchenko skoraði að því er virtist fullkomlega löglegt mark en þýski tannlæknirinn var ekki alveg með á nótunum. Líklega er þetta í fyrsta skipti sem ég mun halda með ensku liði í úrslitum Meistaradeildarinnar. Er samt ekki viss því það væri svolítið fyndið ef Tottenham kæmist áfram á kostnað Arsenal. Ég þoli ekki Barcelona en verð að viðurkenna að snilli Ronaldinho gleður augað annað slagið. Samt var e-ð ferlega hallærislegt þegar hann leit uppí stúku eftir að hann gaf stungusendingu. Það hefur ekkert gildi að horfa í aðra átt eftir að boltinn er farinn og hvað þá uppí stúku. Svo fer þessi markvörður þeirra skelfilega mikið í taugarnar á mér, svona vel girtur gæslustjóri sem er alltaf að skutla sér með tilþrifum án nokkurs tilgangs. Og pústar á eftir.
Eigum við ekki að segja að Arsenal vinni 2-1.
Athugasemdir
Jú, segjum það endilega - hélt reyndar að sá dagur rynni aldrei, en ... Go ArseAnal.
Jón Agnar Ólason, 27.4.2006 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.