Landkönnuðir

Ingólfur Arnarson, Leifur Eiríksson, Kólumbus, Magellan, Marco Polo, Rasmussen og co. Allt eru þetta menn sem koma upp í hugann þegar orðið landkönnuður ber á góma. Menn sem fóru af stað á vit ævintýra í óvissu í von um að nema ný lönd og óþekkta staði. Nú hefur heimurinn verið kortlagður nokkuð vel og maður þarf ekki nema að fletta landi upp á netinu til að fá allar upplýsingar. Þrátt fyrir það eru enn þann dag í dag að bætast við mikilmenni í þennan hóp og nú síðast er það enginn annar en Egill Ólafsson stuðmaður sem fengið hefur titilinn landkönnuður í auglýsingum frá Ferðaskrifstofunni Emblu. Hnyttinn hann Egill, lífskúnstner og landkönnuður. Þeir mega reyndar eiga það hjá Emblu að þeir hafa gert spennandi ferðir og áfangastaði að martröð með því að gera landslið leiðinlegra Íslendinga að farastjórum. Hver fer í ferð sem til Kína sem stjórnað er af Þórhildi Þorleifsdóttur og Arnari Jónssyni? Arnar er kannski í lagi en Þórhildur?? Ég hvet sem flesta að sitja frekar heima.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Arnar kannski í lagi já...eða kannski ekki jafnvel?

Kjarri (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband