24.4.2006 | 20:27
Allenalli
Þegar ég sat með nýbakaða dóttur mína fyrir framan tækið í gærkvöldi áttaði ég mig á að sunnudagskvöld eru Woody Allen kvöld á Skjá 1. Nú er ljóst að mannkynið skiptist í tvo hópa vegna Woody Allen, þá sem finnst hann fyndinn og þá sem þola hann ekki. Ég fell hiklaust í fyrri hópinn enda finnst flestar myndirnar hans frá 1970 til 1990 frábærar og gömlu myndirnar sem maður sá fyrir mörgum árum á RÚV eldast miklu betri en Carry on myndirnar sem voru sýndar um svipað leyti. Man reyndar að mér fannst vera e-ð óskilgreint samband milli Woody Allen og Dave Allen en ég hef samt engan áhuga á að sjá gamla þætti með Dave því ég efast um að þessar kaþólikkabrandarar séu góðir í dag og vil því halda þeim fyndnum í minningunni. En blessuð sé minning hans.
Þar sem ég tel góðan lista segja meira en mörg orð um smekk ætla ég að setja fram uppáhalds Woody Allen myndirnar mínar:
1. Hannah and her sister: Þessi komst frekar nýlega á toppinn en ég hef lært að meta hana meira og meira í gegnum tíðina. Michael Caine er frábær og Diane Wiest, Mia Farrow og co. eru öll mjög góð. Þó að húmorinn sé góður er þetta ekki hreinræktuð gamanmynd. Tónlistin er líka frábær.
2. Manhattan: Þessi hefur lengi verið á toppnum en er kannski ekki alveg eins góð og Hannah and her... Þessi er reyndar miklu flottari og kynningaratriðið í byrjun er eitt það besta sem ég hef séð. New York hefur aldrei verið flottari.
3. Bananas: Þetta er bara einfaldlega frábær gamanmynd. Atriðið í neðanjarðarlestinni þegar hann Sylvester Stallone birtist er snilld. Svo er tónlistin frábær, "Quero la noche" og fleiri eftir Marvin Hamlisch.
4. Annie Hall: Maður getur ekki annað en sett þessa á listann. Hún er mitt á milli grínmyndanna í byrjun og alvarlegri mynda sem komu seinna. Svipurinn á Allen þegar Christopher Walken er að skutla honum er klassískur.
5. Radio Days: Þessi er ekki oft ofarlega á lista yfir Woody Allen myndir en hún er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Æskuminningar eru rifjaðar upp með lögum frá fimmta áratugnum og sum þeirra eru mjög góð. Það er e-r virklega góður fílingur í þessari og ég get mælt með henni við hvern sem er.
Ef að menn hafa ekki gaman af ofangreindum myndum hafa þeir ekki gaman af Woody Allen og þá nær það ekki lengra. Ég verð hins vegar að lokum að minnast á stórleik Gene Wilder í hlutverki Dr. Doug Ross í Everything you always wanted...... Þessi leikari er frábær og ég verð eiginlega að tékka á fleiri myndum með honum. Man reyndar eftir Stir Crazy með honum og Richard Pryor sem ég sá fyrir mörgum árum og var fyndnasta mynd sé ég hafði séð þá. Líst samt ekki á að sjá hana aftur.
Athugasemdir
Ég fjárfesti í Best of Dave Allen í fyrra og minnir að ég hafi þraukað í gegnum fimm stutt atriði áður en ég slökkti. Best of Dave Beasantn hefðu líklega verið betri kaup.
Kjarri (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.