Ábyrgð

Þetta þarf ekki að vera flókið. Þeir sem eiga að segja af sér eru eftirfarandi að minnsta kosti:

Árni Mathiesen: Hann er fjármálaráðherra og hefur ekki hugmynd um hvað hefur verið að gerast. Tell them you´re from Iceland, they just look at you. Hey you who are you trying to fool. Höf. Herbert Guðmundsson.

Björgvin G. Sigurðsson: Hvort sem honum líkar betur eða verr þá heyrðu bankamálin og eftirlit undir hann. Kerfið er hrunið og þá skiptir engu hvað hann vissi eða vissi ekki. Fyrst og fremst átti hann að vita miklu meira en hann gerði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Hún hefur alltaf haft alltof mikla hagsmuni af góðu gengi bankanna. Mér finnst sérstaklega slæmt að minnast á þetta því hún er einna líklegust að draga heimastjórnarflokkinn inn á vitræna braut.

Geir Haarde: Efnahagsmálin undir hans stjórn eru klúður. Vandinn er eldri en hrunið varð á hans vakt. Og því miður er enginn sýnilegur árangur af björgunaraðgerðum.

Kristján Möller: Stjáni veit sennilega minna en ég hvað er að gerast. Meginástæða þess að hann eigi að víkja er þó sú að það er ga ga að vera með gamlan íþróttabúðareiganda í ráðherrastóli.

Björn Bjarnason: BB er með hættulegar skoðanir og algerlega siðlaus í öllum sínum aðgerðum. Altt er svart eða hvítt í hans huga. Sennilega hættulegasti maðurinn í ríkisstjórninni.

Davíð Oddsson: Ég held að Davíð hafi ekki tekið eina einustu ákvörðun sem hefur haft góð áhrif síðan hann varð seðlabankastjóri. Algerlega burtséð frá því hvort hann sé gamall pólítíkus, lögfræðingur eða þar fram eftir götunum, þá er ljóst að hann var, er og verður lélegur seðlabankastjóri.

Svo er auðvitað fullt af embættismönnum sem ekki sinntu sínu eftirlitshlutverki og verða að fjúka. Mikilvægasta verkefnið er að uppræta klíkusamfélagið.

Bestu kveðjur

Jónas


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe...heyr heyr Bjarna Harðar stíllinn missir ekki marks.

Jói (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:43

2 identicon

Jáhá, og svo ætti forsetinn að drulla sér í burtu sem fyrst því hann gerir greinilega bara illt verra! Þessir æðstu menn þjóðarinnar eru bara alltaf alveg út úr korti með öll mál, virðast ekki vita hvaða gögnum þurfi að skila og eru orðnir að athlægi alls staðar í þeim löndum sem eru að spá í okkur og hrunið. Enda myndi ég ekki lána nokkurri þjóð peninga þar sem sömu menn halda á spöðunum eftir að hafa keyrt þjóðina í þrot! Það er engin að spá í að það geti verið ástæðan?

Kristin (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband