Sepp Blatter

Þessi gæi er dæmigerður fyrir þá vitleysinga sem stjórna miklu í boltanum í dag. Núna hefur hann lýst því yfir að verði stuðningsmenn liðs uppvísir af kynþáttafordómum á leikjum á HM í sumar, þá verði þrjú stig dregin af liðinu. Nú er ég ekki að tala máli rasista enda varla til hallærislegra fyrirbæri en hvernig á þetta að virka? Það er engin smáræðis refsing að missa svona mörg stig í þremur leikjum og það er líka mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, að framkvæma þetta. Svo er spurningin hvað verður gert ef e-r er með fordóma gagnvart sænska liðinu eða mun þetta bara snúa að svörtum leikmönnum? Þessi hugmynd er allavega arfavitlaus því framkvæmdin skemmir keppnina miklu meira en einn og einn hálfviti uppi í stúku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband