Nýfrjálshyggja

Hvað er nýfrjálshyggja? Er það kapítalismi eða er það ný útfærsla af kapítalisma? Svipaður munur og á Range Rover og Range Rover sport.

Þeir sem halda að með þessu hruni sé runninn upp nýr veruleiki og nýir tímar gætu orðið fyrir vonbrigðum. Græðgi og djöfulgangur mun alltaf fylgja manninum hvernig sem við skilgreinum aðgerðirnar. Það gæti tekið nokkur ár en þetta verður allt komið í sama farið áður en langt um líður.

Og ekki má gleyma því að minni fólks er stutt og lélegt. Ég spái því að áður en langt um líður verði margir farnir að halda Geir og Davíð hafi bjargað þjóðinni frá hamförum sem komu utan frá. Það er búið að kóa með alkanum alltof lengi og því verður haldið áfram.

Óli Björn Kárason sagði í Kastljósi í gær að það þyrfti að afnema lög um umhverfismat. Ætli þetta verði ekki leiðin sem farin verður. Keyra aftur upp þensluna því það gekk svo vel síðast.

Heimskulegt þjóðfélag.

 

Smá leiðrétting: Hér hefur engu verið bjargað. Fjarri því virðist vera. En verður maður ekki bara að vona það besta

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband