3.10.2008 | 13:05
Í brúnni
Datt örstutt inn í umræður um stefnuræðu fosætisráðherra í gær. Þegar Addi Kiddi Gauj hóf upp raust sína sannfærðist ég um að hann sé rétti maðurinn til að leiða okkur í gegnum erfiða tíma, og þá væri ekki verra að hafa Magnús Þór Hafsteinsson með honum. Hvernig getur maður annað þegar maður heyrir svona kröftugt og algerlega klisjulaust intro:
"Það er bræla á miðunum og stórsjór framundan. Þjóðarskútan vaggar í ólgusjó og hásetar, vélstjórar, vertinn og skipstjóri verða að taka höndum saman og stýra fleyinu og taka pusið á hnakkann."
Kannski var þetta svona orðrétt, kannski ekki. Man ekki alveg hvenær ég skipti um stöð. Það er bara svo rosalega traustvekjandi að heyra menn sem vita ekkert í sinn haus grípa til þess ráðs að fara með sjómennskufrasa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.