Nostalgía nr. 7. Chopper

Ég flutti í Kópavoginn 5 ára gamall en á þeim tíma var ég að byrja að  læra að hjóla. Ef ég man rétt fékk ég svokallað Fálkahjól, sem var blátt með svörtum hnakki og boginni, stöng skömmu síðar. Ég var himinlifandi en horfði samt á stóru strákanna hjóla niður Efstahjallann á "Kopper" með aðdáunarglampa í augum. Þetta voru ekkert venjuleg hjól, menn hölluðu sér makindalega aftur og teygðu sig í hátt stýrið þannig að úr varð e-s konar átta ára útgáfa af Easy Rider.

Örfáum árum seinna leið þó tími þessara hjóla undir lok og við tóku hrútastýri og BMX. Ég átti reyndar frábært BMX hjól af Everton gerð sem var stolið fyrir utan Efstahjalla 19 einn fagran sumardag. Með grátstafina í kverkunum fór ég með pabba til lögreglunnar en þar var fátt um svör. Þó kom fram ein tillaga að lausn sem verður að teljast mjög undarleg þegar maður lítur tilbaka. "Prófið að leita í Írabakka" sagði starfsmaður lögreglunnar og við keyrðum þangað. Eftir talsvert rölt var hins vegar ljóst að leitin myndi ekki bera árangur. Þess í stað reyndi ég að selja DV niðri í bæ fyrir nýju hjóli og gekk þokkalega. Það kom því að lokum með smá hjálp frá heimilistryggingunni. En Írabakki var stimplaður fyrir lífstíð, með aðstoð lögreglunnar í Kópavogi.

mark2bw


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Baldursson

Ég gleymi því aldrei þegar út barst sá orðrómur í Keflavík að það væri komin nú tegund af hjóli og það væri hægt að hitta eigandann við kirkjuna. Lagt var af stað í leiðangur eitt síðdegið og hjólið skoðað. Kom í ljós að það var svokallað 10gírahjól með hrútastýri. Þetta þótt kúl, þótt eigandinn væri algjör nörd. Hann reddaði sér líklega fyrir lífstíð með þessu. ÖÚS

Halldór Baldursson, 1.12.2006 kl. 01:19

2 identicon

Ég vona að Efstihjalli 19 sé ekki stimplaður fyrir lífstíð líka. Ég man ekki eftir að öðru hjóli hafi verið stolið þar fyrir utan á meðan ég bjó þar. Segir kannski eitthvað um gæði þessa Everton hjóls og eigandann sem þótti flottur og góður break-ari. HH

Haddi (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband