24.8.2008 | 21:51
Handbolti
Er til of mikils ćtlast ađ óska eftir ţví ađ ekki verđi tekiđ á móti landsliđinu í Vetrargarđinum í Smáralind. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti Smáralind sem slíkri. Smárabíó er nokkuđ gott og ţrátt fyrir ađ manni geti liđiđ eins og mađur sé á rölti í sáđrás er Smáralind skárri en Kringlan. Ţađ er hins vegar óendanlega plebbalegt ađ taka á móti silfurliđi frá Ólympíuleikum í verslunarmiđstöđ í úthverfi Reykjavíkur.
Flottast vćri ađ ţeir sýndu medalíurnar á svölum Alţingishússins enda er ţađ víst í lítilli notkun ţessa dagana. Austurvöllur fullur af fólki, ruggandi til og frá međ arminn utan um nćsta mann, kyrjandi ađ ţau geri sitt besta.
Annars fer ađ verđa ţreytandi ađ heyra um ađ rottuhlaup sé vinsćlla en handbolti. Handbolti er nokkuđ vinsćll í flestum löndum Evrópu, sérstaklega Ţýskalandi, Frakklandi, Spáni, gömlu austantjaldslöndunum, Skandinavíu og á Balkanskaga. Ţá er hann spilađur víđa í Norđur Afríku og Asíu. Ţá las ég í ekki ómerkilegra blađi en hinu snarbreska The Guardian ađ handbolti hefđi veriđ "the most popular spectator sport" í Sidney fyrir átta árum. Man ekki hvort rottuhlaup var í öđru sćti.
Ţegar Frakkar urđu heimsmeistarar 1995 var L´Equipe, stćrsta íţróttadagblađ Frakklands, undirlagt af fréttum af sigrinum. Hins vegar er ţetta smáborgasport í fjölmennari ríkjunum ţar sem ekki er grundvöllur fyrir frambćrilegum fótboltaliđum. Enda er svo sem engin hćtta á ađ handbolti velti fótboltanum stalli. En ţađ breytir ţvi ekki ađ silfur á Ólympíuleikunum er stórkostlegur árangur.
Og svo er okkur hollt ađ muna ađ viđ getum ekki alltaf unniđ allt.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.