19.8.2008 | 22:57
Errea
Íslenska landsliðið er komið í nýja treyju. Veit ekki hvort það megi kalla þetta að fara úr öskunni í eldinn eða framför frá "skyrtunni innan undir bolnum" útfærslunni frá því síðast.
Sennilega skiptir það ekki máli því þessi treyja er steindauð. Það kæmi mér ekki á óvart ef KSÍ og ÍTR hefðu tekið höndum saman og verslað í sameiningu. KSÍ fyrir landslið sem spilar á alþjóðavettvangi en ÍTR fyrir starfsmenn í sundlaugum Reykjavíkur.
En Errea er risastórt fyrirtæki á alþjóðavísu sem er með treyjusamning við landslið í nokkrum heimsálfum. M.a. Grænhöfðaeyjar og nokkur lönd í Eyjaálfu s.s. knattspyrnusamband NSW sem ég í einfeldni minni hélt að væri Nýja Sjáland en komst svo að því að um er að ræða New South Wales í Ástralíu. Það er svipað áhrifamikið á alþjóðavísu og Héraðssamband Suður-Múlasýslu.
Málið er einfalt. Íslenska landsliðið á að spila í Henson eða Hummel.
Athugasemdir
Héraðssamband Suður-Múlasýslu er ekki til og heitir ungmennafélagið fyrir austan UÍA (alltaf borið fram ÚÍA), Ungmenna og Íþróttasamband Austurlands.
Laugardaginn 28. júní 1941 var haldinn fundur að Eiðum og þar rædd og ákveðinn stofnun ungmennasambands fyrir Austurland. Undirbúning að fundinum hafði annazt nefnd, kosin af sambandi Eiðamanna. Nefndina skipuðu þrír menn, skólastjóri og kennarar Eiðaskóla, þeir Þórarinn Þórarinsson, Þóroddur Guðmundsson og Þórarinn Sveinsson. Á fundi þessum voru mættir fulltrúar frá sex félögum, auk fundarboðenda og Ingólfs Kristjánssonar tollvarðar, en hann mætti fyrir hönd Íþróttaráðs Austurlands.
Stofnað var Ungmennasamband Austurlands - U. M. S. A. - og samin lög fyrir það. Flestir fundarmanna skrifuðu þó undir lög sambandsins með fyrirvara, þar sem þeir töldu sig ekki hafa nægilega traust umboð frá viðkomandi félögum.
Sambandssvæðið var Múlasýslur báðar. Sambandinu var valið lögheimili að Eiðum. Kosin var fimm manna stjórn og jafnmargir til vara. Skólastjóri Eiðaskóla, Þórarinn Þórarinsson, sagði við þetta tækifæri, að allar dyr Eiðaskóla skyldu standa opnar fyrir starfsemi ungmennasambands á Austurlandi. Var þeim orðum vel fagnað og þótti af vinsemd mælt.
Sævar Már Sævarsson, 20.8.2008 kl. 14:37
Enda var ég bara að skálda. Ég frétti reyndar fyrst af UÍA fyrir nokkru þar sem ég kannast aðeins við framkvæmdastjórann.
Þú ert hins vegar mjög fróður um þennan félagsskap enda stoltur Austfirðingur. Til hamingju með það.
EG, 20.8.2008 kl. 15:15
Takk fyrir það. Við þetta má kannski bæta að alla tíð frá stofnun hefur UÍA skapað kjölfestuna í austfirsku æskulýðs- og íþróttastarfi ásamt ungmenna- og íþróttafélögunum og staðið fyrir ótal samkomum, mótum, námskeiðum og síðast en ekki síst verið ötull talsmaður austfirskrar æsku á landsvísu.
Sævar Már Sævarsson, 20.8.2008 kl. 15:57
Austfjarðanörd
Jón Agnar Ólason, 20.8.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.