14.8.2008 | 22:28
Skari
Í þessum meirihlutaskiptum lítur Óskar Bergsson út eins og feiminn unglingur sem heldur að hann sé að fara að fá að ríða. Rauður á eyrunum, reynir að halda stillingu en missir sig alltaf í vandræðalega brosgeiflu.
Ég man eftir allmörgum svona gæjum á skólaböllum í gamla daga, teymdir um salinn af stórum, ákveðnum konum. Höfðu mætt nokkuð snyrtilegir á ballið en þónokkuð ölvaðir. Samt virtist renna aðeins af þeim þegar þeir fundu að ljónynjan var að nema þá á brott.
Athugasemdir
Eiki, þú ert bara fyndinn
Unnur (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.