Afmæli

Ég á afmæli í dag og fagna því 33 árum í þessu lífi. Samt finnst mér svo stutt síðan ég leit heiminn augum í fyrsta sinn, geispaði og fékk mér blund.

Í morgun var ég vakin af kellunum mínum þremur með köku og góðum gjöfum. Sú yngsta hafði reyndar gert sitt besta til að halda mér vakandi alla nóttina. Beitti hún m.a. til þess ævafornri kínverskri pyntingaraðferð sem felst í því að koma litlum þvölum fæti fyrir á skinninu og draga hann svo niður þannig að teygist vel á húðinni og líkamshár sem fyrir verða eru við það að rifna af.

Skelli inn nýlegri mynd af afmælisbarninu í tilefni dagsins.

IMG_4653


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn gamli !   

Sverrir Örn Arnarson (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 11:06

2 identicon

Til hamingju med afmaelid. I dag eiga einnig afmaeli m.a. tyska itrottafolkid Boris Becker og Katrin Krabbe, grinistinn Rodney Dangerfield (sem heitir rettu nafni John Cohen) og Arthur Hiller, leikstjori hinnar sivinsaelu kvikmyndar Love Story. Ekki amalegur hopur ad tilheyra.

Kjarri (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 13:03

3 identicon

Að ógleymdri Scarlett Johansson sem fagnar 22 ára afmæli í dag.

Sverrir Örn Arnarson (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 13:13

4 Smámynd: Halldór Baldursson

TIl hamingju með daginn ungi!

öús

Halldór Baldursson, 22.11.2006 kl. 14:15

5 identicon

Til hamingju með daginn ol´fart! 
Aðalleikari Íslands Ingvar E. Sigurðsson á líka afmæli í dag sem og hans spúsa!

Unnur (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 14:16

6 identicon

Til hamingju með daginn Eiríkur minn og einnig með elsku litlu nöfnuna mína SEE sjö mánaða gamla í dag.

 

Frá Tengdamömmu sem kann að flétta hár, en hefur alls enga hugmynd um hver þessi Súfjan er.

 

Hugsaðu þér hvað þú ert heppinn að eiga Sillu sem allt kann og allt veit   ...... og að ég tali nú ekki um SHE sem er sannfærð um að hún kunni allt og viti allt........

 

shg (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 14:23

7 identicon

Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Eiríkur
hann á afmæli í dag......

Hann er 33 ára í dag
hann er 33 ára í dag
hann er 33 ára hann Eiríkur
hann er 33 ára í dag.....

veiiii......................

Til hamingju með afmælið elsku lille bror minn.  Skrítið hvernig þú verður alltaf eldri en ég með hverju árinu! Ég er 28 ára og þú sem ert 6 árum yngri en ég ert orðinn 33. Alveg magnað..........
Hörður Áskelsson, Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar á einnig afmæli í dag......
Sem og sonur leikarahjónanna Ingvars og Eddu.......
Kossar og knús til þín og kellinganna þinna.

Ása (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 14:23

8 identicon

Til hamingju með afmælið elsku vinur.
Pabbi hennar Birtu Margrétar sem er með Ransí í leikskólanum á líka afmæli.  Að hugsa sér allar þessar tilviljanir! Ekki hef ég hugmynd um hvað maðurinn er gamall (eða hvað hann heitir) en aldur er hvort eð er algjört aukaatriði.

Laulau (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband