21.11.2006 | 16:40
Löglegt en siðlaust
Ef dætur mínar spyrja mig einn góðan veðurdag í nánustu framtíð hvað það þýði að e-ð sé löglegt en siðlaust mun svar mitt verða á þessa leið: Það er þegar maður dúkkar upp í prófkjöri hjá stjórnmálaflokki og segist vera alþingismaður þó enginn kannist við hann nema innstu koppar í búri. Fær svo þvílíkan rassskell að hann fer í fýlu og segir skilið við flokkinn sem hann þó settist á þing fyrir sem varamaður, vegna þess að hann vill vinna að sínum málum á þingi. Og jafnvel fyrir annan flokk!!
Og það versta er að fyrrverandi samherjum hans er alveg sama því þeim finnst hann eiga rétt og skyldu til þess að fylgja sinni sannfæringu.
Ef ég kýs Samfylkinguna í kosningum þá vil ég að það fólk sem sest inn á Alþingi af listanum sé áfram í flokknum. Hvað þá varaþingmenn sem enginn er í raun að kjósa. En að sjálfsögðu eiga menn að fylgja sannfæringu sinni enda vona ég að menn geti það þó þeir séu í flokki. Á því virðast þó hafa verið allmargar undantekningar.
Hvað ætli repúblikanar hefðu sagt ef G. Ford, sem var varaforseti Nixon, hefði ákveðið að skipta yfir í Demókrataflokkinn eftir að hann tók við forsetaembætti?
Reyndar fannst mér útkoman í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík dapurleg. Ef það er rétt að Össur sé enn sár eftir tapið í formannsslagnum og vinni gegn ISG þá er ég hræddur um að þau ættu bæði að snúa sér að e-u öðru. ISG vegna þess að hún hefur augljóslega ekki það traust sem hún verður að hafa og Össur því hann er of tapsár til að standa í þessu. Listinn er heldur ekki sigurstranglegur, sömu gömlu andlitin sem fáir hafa trú á (að undanskildum Helga Hjörvar) og eini nýliðinn er versti kandídatinn frá R listanum. Verst fannst mér þó að hlutur Kristrúnar Heimisdóttur var frekar rýr. Ég er hræddur um að mitt atkvæði renni annað í vor. Nema ég verði fluttur í Kragann en á því eru víst litlar líkur.
Athugasemdir
Það er sko ekki skárra í kraganum, bílíf mí. Þar er e-r sem maður þekkir hvorki haus né sporð á í 1. sæti, e-r Hafnfirðingar munu þó þekkja hann! Mæ ó mæ! Af hverju var Gummi Steingríms t.d. ekki framar á listanum, ég hef tröllatrú á honum. Enda er hann undan eðal pólitíkusi, not! Nei kjósum VG, ekki smurning
Unnur (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 16:51
Hef kannski ekki miklu við þetta að bæta að commenta um, en vildi hins vegar lýsa yfir hrifningu minni á forsíðunni þinni hér þar sem þú sést bruna upp vinstri kantinn.....skiljandi mótherjanna eftir forviða yfir spretthörkunni............fyrir mörgum kílóum síðan;)
Jói (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.