Á skjánum

Ég er með evrópskar stöðvar á breiðbandinu og flakka reglulega á milli. Þetta er nú fyrst og fremst vegna áhuga á Spáni og spænsku en það fylgir heill pakki með alls staðar að frá Evrópu. Það reyndar merkilegt miðað við að alltaf er talið að gamla Evrópa sé menningarleg hvað mikið af sjónvarpsefninu er drasl. Vondir glimmerskemmtiþættir sem taka allt kvöldið eru alls ráðandi á Spáni og Ítalíu, fullir af hálfberum stelpum og e-m sjúskuðustu kellingum sem maður hefur séð. Þetta á þó einkum við um Ítalíu, þar virðist ekki einu sinni vera hægt að gera íþróttaþátt án þess að hafa eina ofurmálaða, sílíkonsprengda ljósku sem komin hefur ekkert til málanna að leggja annað en það að brosa framan í myndavélina meðan sköllóttir karlar með týpugleraugu blaðra um mikilvægi catenaccio.

Norrænu stöðvarnar eru skárri fyrir utan skelfilega hallærislega jukebox dagskrá á kvöldin. Það sem helst hefur vakið athygli mína er að reglulega sýna þessar stöðvar gamlar bíómyndir sem gaman er að sjá eða rifja upp. Um daginn var Hope and Glory sem er mynd sem á einmitt að sýna í svona miðli. Vel gerð feelgood mynd sem gleymist ef hún er ekki rifjuð upp öðru hvoru. Svona á RÚV líka að vinna að mínu mati, sýna góðar bíómyndir frá öllum tímabilum í staðinn fyrir að vera endalaust að endursýna Lost og Desperate Housewifes. Ég er ekki að setja út á þessa þætti en ríkið á ekki að vera eyða fjármunum í þetta heldur láta einkastöðvunum það eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband