7.7.2008 | 21:11
Treyja vikunnar
IFK Göteborg ca. 1985:
IFK er sennilega fyrsta liðið sem ég hélt með, fjögurra ára í Gautaborg. Ég ætlaði að bæta þeim inn á nostalgíu listann í Svíþjóðar ferðinni og fara á leik og kaupa treyjuna. Það varð hins vegar ekkert af því. Þegar á reyndi nennti ég ekki að fara sérferð til Gautaborgar til að sjá leik við Trelleborg heldur skellti mér þess í stað til Lundar. Sé svo sem ekki eftir þvi enda tapaði IFK 0-2. Ekkert varð hins vegar af treyjukaupum þar sem verðmiðinn stóð í ca. 8500 kalli 30. júní sl. Fimmþúsund kall hefði sloppið en ég gat engan veginn réttlætt fyrir sjálfum mér að bæta 3500 kalli við fyrir liði úr Allsvenskan.
Þess í stað set ég inn rúmlega 20 ára gamla treyju. Lítið hefur breyst, liðið spilar enn í adidas, auglýsir enn ICA og eru ennþá með bláar og hvítar rendur en það ætti svo sem ekki að koma á óvart. Vek hins vegar sérstaka athygli á adidas merkjunum á kraganum.
Athugasemdir
Mér finnst það nú frekar slappt af jafn miklum áhugamanni um fótboltatreyjur og þér að splæsa ekki í treyju fyrsta liðsins sem þú hélst með, fjögurra ára í Gautaborg. 3.500 kall aukalega hljómar ekki mikið fyrir treyju sem yrði greinilega mjög sögulegur hluti af safninu þínu. Kannski hefði verið ráð að eyða örlítið minna af sænskum krónum í kókosbollur. Þá værir þú núna stoltur eigandi treyju fyrsta liðsins sem þú hélst með, fjögurra ára í Gautaborg. Og treyjusafnið væri talsvert ríkara fyrir vikið. En svona er þetta. Fíkn í sænskar delikatessen kókosbollur fær fólk til að haga sér eins og dýr.
Kjartan (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:33
Þegar Eiki litli var fjögurra ára í leikskólanum Trelleborg, hélt hann með IFK....
Unnur (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:06
Annars velkomin heim alla i hoppa! Sama
Unnur (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.