7.7.2008 | 20:55
Undarlegt
Mér varð hugsað til þess um daginn að ég sá góðan félaga minn einu sinni í jakkafötum með hettu. Ég ætlaði mér því að telja upp hluti sem ég hef séð en hefði viljað vera laus við að sjá. Sama hvað ég reyndi þá datt mér hins vegar ekkert annað í hug en jakkaföt með hettu.
Undarlega vond hugmynd.
Athugasemdir
Að sönnu vond hugmynd. En ljómar samt sem snjallræði við hlið ljótustu flíkur sem ég hef augum litið; árið 1993 fengust einhvers staðar - örugglega í Mótor, þeirri hryðjuverka-tískuverslun - útvíðar buxur úr riffluðu flaueli með tveim hvítum sportröndum utan á hvorri skálm. Þessu sá ég stráka klæðast sumarið sem ég varð tvítugur og fæ ekki gleymt.
Jón Agnar Ólason, 7.7.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.