Endursýning

Ég vildi bara benda þeim á, sem misstu af leiknum í gær, að hann verður endursýndur á sunnudaginn kl. 18:45. Eina breytingin verður sú að Þjóðverjar munu breytast í Ítali og Portúgalir í Spánverja.

Ef e-r hefur áhuga á að kveljast með mér, eða einfaldlega sjá mig kveljast, er sá hinn sami velkominn á Hjarðarhagann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú óþarfi að mála vegginn svona svartan, eins og Arnór Guðjohnsen orðaði það svo skemmtilega um árið. Tapas-tapparnir taka pizzu-pésana í bakaríið og sýna þeim bæði í tvo heimana og hvar Davíð keypti ölið. Engar áhyggjur.

Kjartan (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 11:50

2 identicon

Sææææællll hvað þetta var leiðinlegur leikur. En til hamingju með úrslitin!

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:08

3 Smámynd: EG

Það er nú víst þannig að eftir að hafa horft á Spánverja detta út úr hverju stórmótinu á fætur öðru er mér alveg sama þó leikurinn hafi verið leiðinlegur. Þeir áttu hins vegar að vinna slakt ítalskt lið í venjulegum leiktíma en það vantaði alla áræðni og áhættu. Þeir verða augljóslega að gera betur gegn Rússum því þeir eru miklu betri fram á við en Ítalir þó vörnin sé eflaust e-ð lakari.

EG, 23.6.2008 kl. 15:33

4 identicon

Til hamingju! Hrútleiðinlegt lið ítala slegið út, spánverjar björguðu mótinu. Má ég biðja um úrslitaleik þjóðverja og spánverja........það er uppskrift að góðri klassík, megi betra liði vinna.

Jói (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 17:12

5 identicon

Draumaúrslitaleikurinn væri væntanlega svona: Spánn vinnur Rússland. Tyrkland vinnur Þýskaland en nokkrir leikmenn meiðast og Tyrkir fá heimild til að velja nokkra lánsmenn úr hollenska liðinu.

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband