Kalli og Dahl

Fjölskyldan á Hjarðarhaganum ákvað að hafa kósýkvöld á föstudaginn. Keyptur var ís og Kalli og sælgætisgerðin rúllaði í DVD spilarann meðan ískalt rokið lamdi trén fyrir utan. Held að Sólveigu Höllu finnist ekkert betra en svona kvöld.

Ég átti bókina um Villa Wonka þegar ég var lítill en hef aldrei séð myndina frá 1971. Get þó vel ímyndað mér að Gene Wilder hafi verið góður sem sælgætismógúllinn. Nýja  myndin er alveg þokkaleg eins og Tim Burton er von og vísa, útlitið óaðfinnanlegt en Johnny Depp er aðeins of skrýtinn sem Wonka. E-s konar ofleikur sem ég kann ekki að meta.

Meðan ég var að horfa á myndina fór ég hins vegar að velta fyrir mér höfundi sögunnar. Roald Dahl var snillingur sem skrifaði einstakar barnabækur en hann er kannski einna frægastur á Íslandi fyrir þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=oCvzJbX1jro

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, þá fær maður enn og aftur nostalgíukast Eiríkur , hvernig var þessi þáttur aftur þýddur? 

Ása (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:40

2 Smámynd: EG

Óvænt endalok

EG, 13.11.2006 kl. 11:56

3 identicon

Alveg rétt !!!  Þeir voru nú ansi skemmtilegir og soldið spúkí

Ása (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:25

4 identicon

Ég átti bókina um Kalla. Já, þetta voru frábærir þættir, minnistæðastur er mér sá með slönguna og sá með steikina sem barefli. Er hægt að leigja þá einhversstaðar eða kaupa á DVD???

Kristín (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband