Plötur lífs míns: The Kick inside

31Z1DB4RX9L__SL500_AA192_Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég stóð fyrir utan Hljóðfærahúsið í september 1978 og starði á nýpressað umslag plötunnar The Kick inside með Kate Bush. Nokkrum andatökum síðar var ég kominn upp í strætó á Hlemmi og leiðin lá upp í Kópavog. Þegar ég kom heim, setti ég plötuna varlega á fóninn og lagðist upp í sófa. Strax á fyrsta lagi fann ég hvernig kvenlegar kenndir vöknuðu innra með mér og mögnuðust eftir því sem lögunum fjölgaði. Eftir síðasta lagið lá ég hágrátandi og vissi hvernig tilfinning er þegar líf kviknar inni í manni.

Þetta er auðvitað algert kjaftæði því haustið 1978 var ég tæplega fimm ára, hafði áhuga á Star Wars og bjó sennilega enn í Hafnarfirði.

Það breytir þvi hins vegar ekki að tíu árum síðar kviknaði áhugi minn á Kate Bush. Það má að mestu rekja til þess að Kristín systir átti safnplötuna The Whole Story sem er snilldargóð. Á þessum árum var ég alltaf að leita að meistarastykkjum tónlistarmanna og þá dugðu safnplötur ekki. Ég ákvað því að kaupa The Kick inside og síðan hef ég ekki hætt að hlusta. Það hafa komið kaflar þar sem ég hef einfaldlega gleymt að henda þessu meistarastykki á fóninn en þegar það gerist verð ég alltaf jafn hissa að tæplega tvítug stelpa gæti komið með svona heilsteypta snilldarskífu. 

Ég set þrjú lög í spilarann til hliðar. Það segir kannski margt um gæði plötunnar að Wuthering Heights er sennilega eitt af síðri lögunum. Þetta ætti þó ekki að koma á óvart því það var enginn annar en David Gilmore úr Pink Floyd sem tók Bush undir sinn verndarvæng og leiddi hana í gegnum þessa frumraun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

dyolFÞessi plata er að sönnu meistaraverk og hún rataði alloft á fóninn á bernskuheimili mínu; sú vínylskífa er næstum gagnsæ af spilun i dag. Takk fyrir lögin í spilaranum, þetta framlag er vel þegið.

(hey, Pink Floydari dauðans hér í den - það er David Gilmour, ekki Gilmore  )

Jón Agnar Ólason, 26.5.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

...hvers vegna orðið "Floyd" rataði inn í upphafi kommentsins hér að framan, og það stafað aftur á bak, er mér ráðgáta... call it a Floydian slip...?

Jón Agnar Ólason, 27.5.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband