Auglýsingabrella

Tvær auglýsingar sem ég skil ekki.

Annars vegar Toronto auglýsingin frá Flugleiðum. "Totonto er stórborg. Pakkaðu því eins og þú sért að fara til New York". Svakalega sniðugur texti sem þolir samt varla nánari skoðun. Pakkar maður e-ð öðruvísi ef maður fer til New York heldur en Osló eða Kaupmannahafnar? Verður maður kannski að vera við öllu búinn í New York? Teinótt jakkaföt, tvílitir keiluskór og hattur ef maður lendir í djassklúbbi í Harlem; tóbaksklútur, derhúfa og hlýrabolur ef maður villist inn í Bronx; Boss jakkaföt og Armani bindi ef maður fer óvart úr lestinni á Wall Street eða semi snjóþvegnar gallabuxur, hvítur bolur og köflótt bómullarskyrta ef maður á erindi til New Jersey eða Long Island þ.e. ef allir þar líta út eins og Raymond Barone.

Væri ekki eðlilegra að taka þetta veðurfarslega? "Toronto er á 44° norður. Pakkaðu því niður eins og þú sért að fara til Búkarest".

Hins vegar er það hinn magnaða auglýsing "Vatn er gott fyrir tennurnar. Drekktu vatn, Drekktu Egils Kristal." Ég hef lítinn áhuga á næringarfræði og vildi helst að allur matur væri fljótandi í e-efnum og sykri þannig að vísindamenn geti fundið mig ósnortinn eftir 5000 ár. Hins vegar heyrði ég e-n tímann að meginástæða þess að gos væri óhollt fyrir tennurnar væri hin guðdómlega kolsýra sem gerir venjulegt vatn að kolsýrðu vatni.

Ég býðst hér með til að taka að mér mál allra þeirra tannbrenndu einstaklinga sem eftir svona 10 ár vakna, líkt og reykingamenn, upp við þann vonda draum að auglýsingar segja ekki alltaf satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æi Eiki hættu þessu væli maður!

Kveðja

Gandhi

Þórir bróðir hennar Sillu (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: EG

Blog er gróðrarstía fyrir væl, nöldur og röfl. Kemst því miður ekki hjá þessu því annars verður bloggið ekki lengur blogg heldur e-ð sem er vitrænt, sniðugt og skemmtilegt.

EG, 23.5.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband