30.4.2008 | 23:06
Skatan
Ég minntist á það fyrir um ári síðan að við Silla hefðum séð stóla sem eru kallaðir Skatan á íslenskri hönnunarsýningu í Þjóðminjasafninu fyrir um tveimur árum.
Stólarnir vildu ekki hverfa úr hausnum á mér og að lokum fór svo að ég var kominn í samband við son hönnuðarins Halldórs Hjálmarssonar. Hann var að hefja framleiðslu á þessari ódauðlegu hönnun föður síns og ég pantaði hjá honum fjögur fyrstu stykkin.
Það var svo í síðustu viku sem ég fékk stólana í hendur og við hjónin erum nú stoltir eigendur af þessari alíslensku útgáfu af stólum Arne Jakobsen og ekki nóg með það heldur eru þetta fyrstu eintökin sem framleidd eru af stólnum síðan 1973. Nokkuð viðeigandi en það var ekki fyrr en ég var búinn að sækja stólana að ég heyrði að þeir hefðu verið sérstaklega vinsælir á heimilum framsóknarmanna á sjötta og sjöunda áratugnum. Upprisa framsóknar er hafin og áður en við vitum verða allir komnir í köflótta "tweed" jakka með rússskinnskraga. Minnir mig á jólin 1989.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.