Ég lifi

Ég man eftir bók sem var til heima þegar ég var lítill. Hún hét Ég lifi á íslensku ef ég man rétt og fjallaði um gyðinginn Martin Gray sem lifði af veruna í útrýmingarbúðum nasista. Þetta var ein af þeim bókum sem allir voru að lesa á þeim tíma ásamt Hlauptu drengur hlauptu, Krossinn og hnífsblaðið og síðast en ekki síst Og þá fór ég að skjóta. Ekki má þó gleyma dramatísku meistarastykkjunum Sjáðu sæta naflann minn og Dýragarðsbörnin.

Mér datt Ég lifi í hug þegar ég sá Avram Grant fagna sigri í kvöld. Tilgerðarlegri fagnaðarlæti hef ég ekki séð á mínum langa knattspyrnuáhorfsferli. Ef tilgangur Grant var að skapa gæsahúðarstemmningu fyrir sjónvarpsáhorfendur og vallargesti þá tókst það en þó einungis á þann hátt að um bullandi bjánahroll var að ræða.

GD7102256-8254


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Að sjá þetta frík ... Avram Grant er eins og Darth Sidious þegar hann er svartklæddur, eftir átökin við Mace Windu - sumsé eins og Keisarinn sjálfur, þegar hann er svartklæddur. Og Henk Ten Cate er eins og Darth Maul við hliðina á honum, bara svarti og rauði liturinn hafa blandast í einhvert ógeðslegt dökk-appelsínugult leðurlitarhaft.

Mér býður við svona gosum. 

Jón Agnar Ólason, 30.4.2008 kl. 23:59

2 identicon

Kallinum til varnar, þótt mér sé það að miklu leyti þvert um geð, má segja að leikdagurinn var einmitt svokallaður Holocaust dagur í Ísrael, en afi Grants og alnafni lést í Helförinni.

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband