Diskófílingen

Fyrir þá sem ekki hafa séð þessa snilld. Veit ekki hver hápunkturinn er en það er erfitt að gera upp á milli skítugu strigskóna, lagsins sem spilað er undir meðan dansinn dunar eða "Spassla" sporin í lokin. Mér skilst að maðurinn heiti Ake Blomqvist og sé Heiðar Ástvalds þeirra Finna. Dálítið langt síðan ég sá þetta síðast en þetta er alltaf jafnfyndið og ég mæli með því að lesendur nái sé í rétt forrit til að spila myndbönd af youtube ef þeir eru ekki þegar með það.

http://www.youtube.com/watch?v=ZJj6d5QSYaE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara snilld............. svo gerir enginn þessi spor þó það sé súmmað á fæturna á þeim!  Ég fékk líka svaka nostalgíukast eftir síðustu færslu hjá þér Eiríkur minn, var alveg búin að gleyma þessari frábæru kasettu og hélt mikið upp á þetta lag Eldorado einmitt.  Hvernig í ósköpunum manstu eftir einhverju svona, og þú svona lítill þegar þetta var????

Ása (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 14:43

2 identicon

Þetta er náttúrlega algjör snilld!!! Gott lag sem þau svo öll dilla sér í takt við eftir snillinginn Ralph Siegel sem skrifað hefur flest Eurovísjón lög fyrir Þjóðverja: Moskau með bandinu Dschengis Khan!

Kristín Gunnsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband