31.10.2006 | 11:58
Tekinn
Verð að hrósa Sauðkræklingnum fyrir þennan þátt. Bubbi var sjálfum sér líkur í gær, ryðjandi út úr sér frösum eins og hann væri enn á færibandinu. Hver annar en þessi mikli meistari myndi láta út úr sér,´"ég er bara manneskja eins og þú og ég" og klassíkina "þú ert bara lítill tappi sem ert krumpaður að innan."
Athugasemdir
Já maður flýr ekki sjálfan sig þótt maður sé ríkur og keyri um á 10 milljón króna drossíu! Þetta hef ég alltaf sagt
Gott hjá Sauðkrækingnum!
En sáuð þið fíflin í innlit-útlit í gærkvöldi? Hinn "svaðalega" Arnar og eilífðartöffarann Ásgeir Kolbeins. Þvílík flóðheimska sem vellur út úr þessum ösnum. Þeir voru sem sagt í íbúð sem Ásgeir hafði nýverið keypt. Venjulegasta íbúð í alla staði. Þeir gengu um hana og töluðu um allt sem átti að gera því þetta var allt saman svo ógeðslegt svo notuð séu þeirra orð. Hurðinar ógeð .. og baðherbergið, maður lifandi! Einu orðið sem þeír áttu yfir það var "viðbjóður". Ítreka að þetta var mjög "venjuleg" íbúð með ofur "venjulegum" innréttingum!
Þessir menn eru slíkur viðbjóður að það ætti að banna þá yfirhöfuð.
Það er bara óskandi að unga fólkið í dag sé ekki að hlusta á þessi fífl.
Unnur sníkjubloggari (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 08:55
hehe, "ég er bara maður eins og þú og ég" frábær tilvitnun í bubba og slær meira segja hinni frægu setningu; "þetta var algjör bomba, segji ég og skrifa B-O-B-A"....hehe. Bubbi er og verður alltaf mannvitsbrekka:) Hann fær þó prik í kladdann fyrir að drulla yfir Árna Johnsen, ótrúlegt hvað fólk tekur þeim hrokagikki opnum örmum
Jói (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.