29.10.2006 | 22:34
Nostalgía nr. 5. Tölvur
Eins og ég spáði 1985 þá voru tölvur bara bóla sem myndi springa á endanum. Þetta var á þeim tíma þegar allir vinir mínir höfðu verið óðir í Sinclair Spectrum og síðar Commodore. Aftur á móti hafði ég aldrei áhuga á tölvum eða tölvuleikjum og hef ekki enn. Vanþekking mín gekk það langt 1993 að ég keypti svo gamalt módel af Macintosh tölvu að þessir sömu vinir migu næstum á sig af hlátri þegar þeir sáu gripinn. Þessi gígantíski áhugi allra sem mér næst stóðu í vinahópnum leiddi til þess að ég gat engan veginn leitt þetta hjá mér. Það eina sem jaðraði við tölvuáhuga var þátturinn um Whiz kids, sem margir muna eflaust eftir. Nokkrir ofurklárir krakkar settu saman ofurtölvu úr bútum héðan og þaðan og náðu að leysa mál sem oftar en ekki vörðuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Ég missti ekki af þætti.
Athugasemdir
Weird science var líka ótrúlega skemmtileg....
Silla (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.