Af sýslumönnum

Nú hef ég mikinn á áhuga á sýslumannsembættum. Starfaði hjá embættinu hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum og er í miklum samskiptum við þá daglega vegna vinnu. Þess vegna finnst mér merkilegt að frá 1. október átti að vera búið að skipa nýjan sýslumann í Keflavík. Jón Eysteinsson er að hætta og tólf aðilar sóttu um að taka við af honum. Meðal lögmanna fóru af stað umræður hver tæki við, enda þekkir maður til þorra umbjóðenda. En nú virðist allt stopp og hefur verið í nokkrar vikur. Ástæðan er sögð sú að á lokaspretti í skipuninni vöknuðu framsóknarmenn upp við vondan draum því enginn umsækjenda er framsóknarmaður sem er verra því þeir telja sig eiga þetta embætti. Ég skil reyndar afstöðu framaranna vel, það hlýtur að skipta sköpum fyrir framtíð flokksins hver er sýslumaður í Keflavík, sérstaklega þegar lögreglustjórnin er á leiðinni upp á Keflavíkurflugvöll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband