2-0

Góður móralskur sigur og liðið vonandi á réttri leið. Fannst reyndar erfitt að horfa á mína menn liggja aftarlega og beita skyndisóknum en það eru úrslitin sem máli skipta. Þeir hefðu reyndar getað bætt við í seinni hálfleik en 2-0 er ásættanlegt.

Í spænskum blöðum er talað um fjarveru Etoo og sérstaklega að Eiður Smári hafi ekki sama markanef og hann. Einna lengst er gengið í AS þar sem Eiður fær þann vafasama heiður að fá einkunnina Vaya día eða Hvílíkur hörmungardagur.

¡Vaya día!

Gudjohnsen
Falló un gol claro después de una gran jugada de Messi y demostró que está a años luz de Etoo.

Í stuttu máli þýðir þetta: Klúðraði dauðafæri eftir glæsilegan undirbúning Messi og sýndi og sannaði að hann er ljósárum á eftir Etoo.

Í El Mundo fær hann einkunina 1 af 10 mögulegum. Þarf ekki að fjölyrða um að það er lægsta einkunin úr leiknum.

Fullharkalegt en svona er spænska pressan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað segir mér Eiríkur að þú hafir lúmskt gaman að þessu, kvikyndið sem þú ert!

unnur (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband