Rúni Júl

Mér finnst Rúnar Júlíusson mjög viðkunnalegur náungi. Mér finnst Hljómar eiga mörg frábær lög og sömuleiðis Trúbrot. Sem fæst orð um Ðe lónlí blú bojs bera hins vegar minnsta ábyrgð.

Ég get ekki annað en dáðst að því að hann hafi verið landsliðsmaður í fótbolta og deitað ungfrú Ísland.

Samt er það svo að ég get ómögulega fallist á að Rúni Júl sé mesti töffari landsins. Töffari er e-r sem segir alltaf e-ð svalt hver sem staðan er, ber sig eins og ísbrjótur í Smugunni og minnir meira á Samuel Jackson en Ömmu önd.

Ég skil reynar sjaldnast það sem Rúnar segir en verð jafnframt að viðurkenna að keflvíska var ekki mitt sterkasta fag í skóla. Hann minnir mig líka stundum á gamla frænku á ættarmóti sem er búinn að fá sér nokkur sérrýglös og er staðin upp til að syngja og klappa, en það reynist erfitt því hún er hokin og taktlaus.

Þá finnst mér ekkert töff við eyrnalokk en veit ekki hvort hann er verri þegar maður tvítugur eða sextugur. Eyrnalokkar eru reyndar furðulegt fyrirbæri því það virðast bara vera tvær manngerðir sem ganga með svoleiðis, annars vegar harðir naglar á sjónum eða á Kárahnjúkum, sem ryðja út úr sér rasista og hommabröndurum, og svo hins vegar hommar. Þó þessar tvær manngerðir virðist oft vera sitthvorum megin á skalanum bendir lokkurinn þó jafnan til þess að milli þeirra sé aðeins næfurþunn lína.

Rúnar er hins vegar mitt á milli, one of a kind.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband