Real-barca

Næstu helgi verður stórleikur á Spáni þegar Real Madrid tekur á móti barca. Ég er ekki beinlínis uber bjartsýnn en tap barselónumanna í kvöld og sigur Real í gær gefa þó ákveðnar vonir um skemmtilegan leik. Reyndar las ég áhugavert viðtal við Bernd Schuster þar sem hann lýsir því hvað það skipti miklu máli fyrir barca að vinna Real Madrid meðan þeir síðarnefndu voru búnir að átta sig á því að meistaratitillinn ynnist á fleiri vígstöðvum. Þessi ummæli eru merkileg fyrir þær sakir að Schuster lék bæði með barca og Real á seinni helmingi 9. áratugarins. Glöggir lesendur muna eflaust að á þeim tíma vann Real fimm meistaratitla í röð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband