Frankfurt

Þá er ég búinn að sjá leik í þýsku Bundesligunni. Fyrir valinu varð Eintracht Frankfurt-Werder Bremen. Uppselt og leikvangurinn stútfullur af 51.500 áhorfendum, sem voru staðráðnir í að gera brasilíska ungstirninu Diego lífið leitt, sem tókst því hann lét skapið hlaupa með sig í gönur í fyrri hálfleik og kjölfarið náði slakt Frankfurtar liðið að kría fram sigur. Leikurinn var því ekki mikið meira en þokkalegur en stemmningin var mjög góð og með því betra sem ég hef séð á leik.

Til að heiðra hetjur þýska boltans létum við félagarnir okkur vaxa gott yfirvaraskegg, svokallaðan lostakúst. Hann hékk á mér fram á síðasta sunnudag, gestum og gangandi til yndisauka. Eftir að skeggið hafði skolast niður í vaskinn fann ég til mikillar saknaðartilfinningar og fannst ég varla heill né hálfur maður. Nú gefst ekki lengur tækifæri til að hlaða fingurinn með kossi fyrir framan spegillinn og skjóta honum á  þessa fögru spegilmynd. Það er e-ð sem segir mér að tækifærið muni þó gefast síðar.

IMG_0466

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju rakaðirðu þetta burt? Synd, þvílík synd!

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála síðasta ræðumanni, Erich Von Gunnschtein ...

Jón Agnar Ólason, 27.2.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband