Staðreyndir lífsins

1. James Belushi er lélegasti og leiðinlegasti leikari sem sögur fara af. According to Jim ætti ekki að vera sýnt á öðru stöðum á jarðarkringlunni en í Kansas og Oklahoma.

2. Kók er best í 33 cl áldós. Goðsögnin um að kók sé best í litlu gleri er byggð á fallegri hönnun og nostalgíu en ekki bragði.

3. P. Coelho er ofmetinn rithöfundur, H. Murakami er það ekki.

4. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, er sennilega síðasti maður á jörðu sem ég færi með á tónleika erlendis. Og þá meina ég bókstaflega síðasti maðurinn og tel alla aðra jarðarbúa  með, m.a. George W. Bush, Vladimir Pútín og James Belushi. 

5. Að spila síðustu umferðina í enska boltanum erlendis er næst versta hugmynd sögunnar. Versta hugmynd sögunnar er þegar maður í Skipholti fékk Steingrím Njálsson til að rífa af sér punginn með berum höndum.

6. No country for old men er fáránlega góð mynd. Blautur draumur Blood Simple aðdáandans hefur ræst.

7. Boo Berry bragðast eins og möndlugrauturinn hennar mömmu, Count Chocula er eins og Coco Puffs með sykurpúðum og Frankenberry er bragðlítið en lítur út eins og bleikur, geislavirkur úrgangur. Aukaverkanir eru grunsamlegar og vart hægt að upplýsa þær opinberlega.

8. Stuðningsmenn Roma eru frægir fyrir hnífstunguárásir. Þetta er hins vegar ekki eins alvarlegt og það hljómar því þeir stinga nær undantekningalaust í rassvöðva, sem dregur úr líkum á alvarlegum áverkum og þ.a.l. þungum dómi. En það er þó varla þægilegt.

9. Eina War of the Worlds útgáfan sem er ógnvekjandi eru myndirnar úr gamla plötuumslaginu. War of the Worlds útgáfan sem Tom Cruise leikur í og Steven Spielberg leikstýrir er hlægilegt drasl.

10. Össur Skarphéðinsson er einn allra leiðinlegasti og lélegasti stjórnmálamaður Íslands. Ofmetinn, en þó fyrst og fremst af sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Helgi tekur á móti fólki í forgarði helvítis og spilar endurtekið allar sólóplötur Mick Jagger á skemmtara. Það er verra en að fá ananas í afturendann!

Þórir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband