Af athafnamönnum

c_documents_and_settings_eirikur_my_documents_my_pictures_2006_910_oktober_2006_2006_10_06_img_4903.jpg

Vorum að koma frá Köben. Fátt sem kom á óvart þar en ferðin var að öllu leyti vel heppnuð. Einn af hápunktunum var hins vegar að sjá útrás lítilla þýsk íslenskra athafnamanna sem virðast vera komnir í arðbæran rekstur við Kongens Nytorv. Allt fréttir maður síðast.

Annars breyttist álit mitt á Kaupmannahöfn til batnaðar í þessari ferð. Meginástæðan er líklega sú að hótelið sem við vorum á núna er mjög vel staðsett, milli Nýhafnar og Amelíuborgar, og herbergið var með þetta líka fína útsýni yfir Nýja Óperuhúsið. En borgin hefur sína kosti og galla.

Kostir:

Kastrup

Strikið

Eyrarsundsbrúin

Antíkbúðir við Bredgade

Hummel treyjan frá HM 1986

Nýja óperuhúsið

Kongens Nytorv

Latínuhverfið

Gallar:

Reykingar á hverju einasta kaffihúsi

Strikið

Friðrik Weisshappel

Fullir eða kaupóðir Íslendingar (Ef maður vill hitta þetta fólk getur maður alveg eins farið í Kringluna eða á Kaffi Reykjavík)

Slappt, ónothæft en flott metró

Ekkert Tívolí í október

Annars skora ég á athafnamenn Íslands að opna H&M verslun á Íslandi með sama vöruúrval og verð og í nágrannalöndunum. Ef það er hægt að hafa sama matarverð hér og á Norðurlöndum með því að lækka skatt um sjö prósent þá er þetta nú lítið mál. Reyndar er það athugunarefni fyrir hagfræðinga hvernig 7 % lækkun á skatti getur útrýmt 50-100% verðmun. Koma svo, þetta mun spara þúsundum íslenskra karlmanna fýluköst og pirring í utanlandsferðum.

Að lokum vil ég mæla með ferð yfir sundið til Svíþjóðar, sérstaklega til Lundar. Reyndar erum við einstaklega heppin því okkar biðu höfðinglegar móttökur hjá Rabba og Ragnheiði. Lundur er mjög notalegur bær sem minnir á Cambridge mínus Harry Potter stemmningin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hélt þú fengir nóg af kaupóðum Íslendingum í Kringlunni? hvaða komment var þetta með ísl. karlmenn og fýlu í utanlandsferðum?....
Hélt að Kastrup væri baggi. Alltaf verið að tala um hvað þar sé allt stíflað v. hryðjuverkafyrirbyggjandi aðgerða.

Laulau (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 10:37

2 identicon

Slappt og onotaeft metro? Utskyra betur takk.

Kjarri (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 15:36

3 Smámynd: EG

Erfitt er Hagamelskynið. Í fyrsta lagi finnst mér Kastrup fínn flugvöllur, fullt af verslunum og veitingastöðum í nokkuð háum gæðaflokki. E-ð annað en í Frankfurt og París por ejemplo. Ekki skemmir heldur fyrir að samgöngur bæði til Köben og Malmö er frábærar með lest. Í öðru lagi þekkja flestir karlar þá tilfinningu þegar konur fara í H&M. Þær stundir eru ekki í beinu sambandi við hefðbundin áhugamál karlpeningsins og geta þar að auki tekið langan tíma. Búðin er hins vegar mjög fín. Í þriðja lagi er metróið í Köben lítið og frekar tilgangslaust fyrir ferðamenn. Ég efast þó ekki um að það muni stækka í framtíðinni og batna um leið. Í dag er þetta hins vegar frekar slappt miðað við stærri borgir í Evrópu. Kannski er það ósanngjarn samanburður því það er gott að ferðast á þá staði sem þó eru inni í kerfinu.

EG, 12.10.2006 kl. 16:04

4 identicon

hmhmhm sé mig tilneydda til að verja heiður minn...eina ástæðan fyrir því að við fórum þrisvar í H&M var sú að Eiki gat ekki ákveðið hvað hann vildi kaupa...eða þannig.

Silla (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 22:34

5 identicon

Já, en ég meinti skoh, hver er húsbóndinn á þínu heimili Eiríkur?
Nei, eða ... ég meinti... farið þið ekki til útlanda til að skoða allt annað en Íslendinga að versla af því þið fáið nóg af þeim í Kringlunni?
Maðurinn minn fylgir mér brosandi á heimsenda ef út í það er farið :-)
Hef aldrei farið í metro í Köben því þar voru svo góðir strætóar þarna rétt fyrir aldamótin.

Laulau (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband