Fló á skinni

Það er sífellt verið að spila lag með Sprengjuhöllinni i útvarpinu sem heitir víst Fló á skinni. Alls ekki slæmt lag en það truflar mig hrikalega mikið að lagið virðist vera samsuða úr Itchycoo Park með Small Faces og Sandkastalar með Töturum.

Er ljótt að segja að lagið sé stolið? Eða er það bara rangt?

Best að lesendur dæmi.

http://www.myspace.com/sprengjuhollin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hvorki ljótt né rangt að segja að þetta guðsvolaða lag sé þrælstolið. Og þótt stolið sé frá fyrirtaks lögum gerir það þetta tiltekna lag ekki vitund skárra en allt hitt draslið sem þessi sveit hefur sent frá sér. Sumir kjósa að kalla Sprengjuhöllina Stuðmenn síns tíma. Ég kýs heldur að líkja þeim við Nýdönsk; tilgerðarleg, ofmetin og leiðinleg.

Kjartan (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála síðasta ræðumanni - nema að því leitinu að Sprengjuhöllin á ekki einu sinni eitt lag í sínum katalóg á borð við Hólmfríði Júlíusdóttur; Nýdönsk á þó þann tímalausa stuðslagara, þó leiðin hafi legið niður á við frá útkomu þess haustið 1988. Þá finnst mér að sú mannvitsbrekka sem kaus að kalla téða hljómsveit "Stuðmenn síns tíma" ætti að láta kanna kollinn á sér. Þvílík della.

Jón Agnar Ólason, 14.2.2008 kl. 23:55

3 identicon

Sammála! Sprengjuhöllin er leiðindasveit.

Lára (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband