Kolaportið

bildeÞað er ánægjulegt að starfsemi Kolaportsins í Tollhúsinu hafi verið tryggð. Það er auðvitað nauðsynlegt hverri borg að eiga þokkalegan útimarkað þó vissulega sé ómögulegt að hafa hann úti í Reykjavík.

Það skemmtilegasta við þessa mynd er að á henni birtast tveir fyrrverandi skólafélagar. Annars vegar Dagur B. Eggertsson, verðandi fyrrverandi borgarstjóri, sem var einu ári á undan mér í menntaskóla. Hins vegar Gunnar Hákonarson, framkvæmdastjóri Kolaportsins, sem var með mér í bekk í Digranesskóla um nokkurra ára skeið.

Gunnar var slórari af guðs náð. Hann var einn af þessum krökkum, sem verða að skoða hvert einasta glerbrot, hvern einasta stein og hvert einasta Prins Póló bréf á leiðinni heim, meðan skólataskan sígur niður eftir bakinu þar til hún hangir í olnbogabótunum. Buxnaskálmarnar að hálfu ofan í vaðstígvélunum og úlpan komin af öxlunum. Heimferðin tekur að jafnaði tvo og hálfan tíma. 

Mér er enn minnisstætt þegar kennarinn gerði töskukönnun hjá Gunnari þegar við vorum ca. 10 ára og dró upp hverja teiknimyndasöguna af fætur annarri m.a. Viggó viðutan, Sval og Val, Lukku Láka og Tinna. Gunnari var sennilega alveg sama enda var hann óvitlaus og grunaði ef til vill hvaða starfi hann myndi gegna 25 árum síðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta er nú med slakari namedroppum Eiríkur.

Sverrir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:37

2 identicon

Blessaður,

Heee... Ég man vel eftir þessari töskukönnun....

Kveðja,

Helga (Gömul Bekkjarsystir)

Helga Kristín (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband