Söngkeppnir

Á föstudaginn lauk Idolinu og á laugardaginn var söngkeppni framhaldsskólanna. Annað er nokkuð gott sjónvarpsefni, hitt ekki. Fór bara að spá í hvernig þeimm uppí á RÚV dettur í hug að taka laugardagskvöld undir þetta. Fyrr um daginn var undankeppni og svo komust 12 keppendur og satt best að segja var hver öðrum leiðinlegri. Þetta var eins og léleg hæfileikakeppni, sem hægt er að sýna upptöku frá á sunnudagseftirmiðdegi. Mér alveg sama þó e-r frægir hafi "stigið sínu fyrstu skref þarna". Þeir voru eflaust leiðinlegir í den og eru það margir enn. En toppurinn var auðvitað þegar hinn stórskemmtilegi Óli Palli tilkynnti sigurvegarann fyrir hálftómu húsi.

 Þegar ég var í menntaskóla hafði ég gaman af þessu og tók meira að segja keppnina 1991 upp og horfði á. En hún var ekki í beinni heldur fóru þeir sem höfðu gaman af þessu á keppnina og gátu svo séð brot úr henni seinna. En að taka heilt laugardagskvöld undir þessi leiðindi er ljótur leikur.

 Idolið var aðeins meira spennandi en þegar búið var að tilkynna úrlitin fór ég að velta fyrir mér til hvers þetta er. Er Snorri e-ð betur settur en Ína? Mun þetta tryggja honum betri plötusölu? Verður hann vinsælli Norðausturkjördæmi? Það hefur sýnt sig að það virðist ekki skipta máli hvort þú lendir í 1., 2. eða 3. sæti því ef maður fer að syngja leiðinleg cover lög sem fást miklu betri annars staðar þá er Kalli Bjarni handa við hornið. Og hver vill það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband