16.1.2008 | 11:45
Everybody hurts
Ég valdi Everybody hurts í vali á besta lagi 1992 hjá Jóni Agnari félaga mínum. Fínt lag en hefur ţó öđlast ţann vafasama heiđur ađ mér dettur alltaf í hug dramatískar lokamínútur í sjónvarpsţáttum ţegar ég heyri ţađ. Hefđi getađ veriđ notađ í Boston Public á eftirfarandi hátt:
Michael Stipe hefur angurvćran söng sinn međ orđunum "When the day is long... " Feiti svarti skólastjórinn situr áhyggjufullur viđ skrifborđiđ á ljótu skrifstofunni sinni. Stendur upp og röltir ađ glugganum. Međan hann horfir á börnin leika sér kemur litli vangefni ađstođaskólastjórinn, sem lék í Silence of the lambs, og leggur höndina á öxl feita mannsins. Skipt yfir á ungu kennslukonuna sem situr í sófanum heima hjá sér og sötrar te viđ kertaljós. Til hennar kemur annar kennari viđ skólann, sem hún elskar en ţau geta ekki átt í ástasambandi ţví tilfinningar vegna skólastelpunnar sem á krakkmömmuna, eru of miklar. Hann leggur teppi yfir axlir hennar og hún lítur upp eins og lítill sćrđur íkorni en reynir ađ kreista fram bros. Skipt yfir á nokkra kennara, sem hittast á bar. Ţeir eru allir einhleypir en glađir ađ vera ekki einir. Allir hlćgja en ţađ er tregi í svipnum. Augun ljúga aldrei. Skálađ í slómó. Ađ lokum er skipt yfir á skólastelpuna, hágrátandi í örmum ömmu sinnar. Sprautur liggja um allt í íbúđinni og í horninu eru hvítar útlínur mannslíkama. Skjárinn verđur svartur međ hvítum stöfum. Everybody hurts fjarar út og Boston Public lagiđ tekur viđ.
Atriđiđ og lagiđ er hćgt ađ setja inn í nokkurn veginn hvern einasta 45 mínútna ţátt frá Bandaríkjunum. Jafnvel Gilmore Girls.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.