Plötur lífs míns nr. 2: Loveless

4192S53H81L._AA240_Upp úr 1990 var ég á kafi í nýbylgjusulli og gítarsargi. Maður reyndi að hanga í íslenskri nýbylgju og hlusta á Risaeðluna, SH Draum, Sykurmolana, Þeysara og annað gamalt efni frá Rokk í Reykjavík. Af erlendu efni stóðu Fall og Sonic Youth einna fremst en enginn skyldi vanmeta framlag Zvukimu í þessum bransa.

Ég get ekki neitað því að af allri þessari nýbylgju endar fátt á fóninum í dag. Efnið er reyndar misgott, sumt skelfilega leiðinlegt en annað sambland af bullandi nostalgíu og frábærri tónlist. Sá diskur sem stendur hins vegar upp úr og fyllir mig reglulega löngun til að rifja upp er Loveless með My Bloody Valentine. Þetta er kannski ekki þekktasta hljómsveitin frá þessum tíma en þó velþekkt og platan er án efa ein sú þekktasta og best metna í nýbylgjugeiranum.

Það má segja að tónlistin sé óskilgreint afkvæmi Sonic Youth, Stone Roses og B52´s þegar létt stef hrista aðeins upp í drunganum. Sýnishorn í spilaranum til hliðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ahem - hvar er téður spilari? Hann er hvergi að sjá ...

Jón Agnar Ólason, 15.1.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: EG

Maður verður að fá að setja þetta inn.

EG, 15.1.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband